Færeysk náttúra, veðrið, fuglarnir og húmorinn 9. febrúar 2012 22:00 Hugmyndirnar kveðst Mikkalína fá úr hinni færeysku náttúru, veðrinu, fuglunum og glerinu sjálfu. Færeyska listakonan Mikkalína Norðberg býr til litskrúðug glerverk sem vekja gleði. Hún er á leið til Íslands um næstu helgi á Vetrarhátíð í höfuðborginni. „Í draumum mínum hef ég skapað litaglöð glerverk frá því ég var unglingur en í veruleikanum eru það bara fjögur ár, fjögur yndisleg og ævintýraleg ár. Glerið mitt hefur fengið góðar viðtökur frá fyrsta degi og það hefur gefið mér möguleika á að gera listsköpunina að fullu starfi og þróa bæði tækni og hugmyndir," segir hin færeyska Mikkalína Norðberg glerlistakona, sem er fædd og búsett í höfuðstað eyjanna, Þórshöfn. Hugmyndirnar kveðst Mikkalína fá úr hinni færeysku náttúru, veðrinu, fuglunum og glerinu sjálfu. „Allt sem gerist í kringum mig hefur áhrif og svo bæti ég húmor og litum við. Oftast fæ ég hugmynd að næsta verki áður en ég hef lokið því sem ég er með." Mikkalína hefur sýnt verk sína á Art Copenhagen í samvinnu við Listagluggann í Þórshöfn, á árlegri Ólafsvökusýningu í Listaskálanum í Þórshöfn og í Gallerí Uggerby í Lönstrup í Danmörku. „Ég tilheyri hópi fimm kjarnorkukvenna sem kalla sig Fimm feitar flugur og heldur árlega sölusýningu. Stór verk sel ég í verkstæðinu mínu í Þórshöfn og Gallerí Uggerby í Lönstrup, auk þess að taka við pöntunum gegnum heimasíðuna mikkalina.com en smærri hlutir fást í Norræna húsinu í Þórshöfn og flugstöðinni í Vogi."Mikkalína Norðberg.Mikkalína kemur í fyrsta sinn til Íslands nú um helgina í skemmtiferð með vinum sínum. „Faðir minn var sjómaður við Ísland og hrósaði landi og þjóð í hástert. Ég veit líka að mikið er að gerast á Íslandi í hönnun og listum og það eykur áhuga minn á að heimsækja landið, aka og ganga, kíkja, þefa, smakka, hreyfa við – og vonandi smitast af kraftinum sem þar er að finna. Við höfum lokkað með okkur nokkra vini frá Kaupmannahöfn. Í stað þess að heimsækja hvert annað þá höfum við öll sett stefnuna á Ísland. Það skal verða gaman, hvernig sem veðrið verður. Ég elska allar árstíðir og Ísland er örugglega spennandi að vetri til fyrir manneskju eins og mig." gun@frettabladid.is Menning Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Færeyska listakonan Mikkalína Norðberg býr til litskrúðug glerverk sem vekja gleði. Hún er á leið til Íslands um næstu helgi á Vetrarhátíð í höfuðborginni. „Í draumum mínum hef ég skapað litaglöð glerverk frá því ég var unglingur en í veruleikanum eru það bara fjögur ár, fjögur yndisleg og ævintýraleg ár. Glerið mitt hefur fengið góðar viðtökur frá fyrsta degi og það hefur gefið mér möguleika á að gera listsköpunina að fullu starfi og þróa bæði tækni og hugmyndir," segir hin færeyska Mikkalína Norðberg glerlistakona, sem er fædd og búsett í höfuðstað eyjanna, Þórshöfn. Hugmyndirnar kveðst Mikkalína fá úr hinni færeysku náttúru, veðrinu, fuglunum og glerinu sjálfu. „Allt sem gerist í kringum mig hefur áhrif og svo bæti ég húmor og litum við. Oftast fæ ég hugmynd að næsta verki áður en ég hef lokið því sem ég er með." Mikkalína hefur sýnt verk sína á Art Copenhagen í samvinnu við Listagluggann í Þórshöfn, á árlegri Ólafsvökusýningu í Listaskálanum í Þórshöfn og í Gallerí Uggerby í Lönstrup í Danmörku. „Ég tilheyri hópi fimm kjarnorkukvenna sem kalla sig Fimm feitar flugur og heldur árlega sölusýningu. Stór verk sel ég í verkstæðinu mínu í Þórshöfn og Gallerí Uggerby í Lönstrup, auk þess að taka við pöntunum gegnum heimasíðuna mikkalina.com en smærri hlutir fást í Norræna húsinu í Þórshöfn og flugstöðinni í Vogi."Mikkalína Norðberg.Mikkalína kemur í fyrsta sinn til Íslands nú um helgina í skemmtiferð með vinum sínum. „Faðir minn var sjómaður við Ísland og hrósaði landi og þjóð í hástert. Ég veit líka að mikið er að gerast á Íslandi í hönnun og listum og það eykur áhuga minn á að heimsækja landið, aka og ganga, kíkja, þefa, smakka, hreyfa við – og vonandi smitast af kraftinum sem þar er að finna. Við höfum lokkað með okkur nokkra vini frá Kaupmannahöfn. Í stað þess að heimsækja hvert annað þá höfum við öll sett stefnuna á Ísland. Það skal verða gaman, hvernig sem veðrið verður. Ég elska allar árstíðir og Ísland er örugglega spennandi að vetri til fyrir manneskju eins og mig." gun@frettabladid.is
Menning Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira