Innlent

Ráðherra prófar nýja bifreið

Dofri Hermannsson afhendir Svandísi Svavarsdóttur bíl til afnota um helgina. Fréttablaðið/VAlli
Dofri Hermannsson afhendir Svandísi Svavarsdóttur bíl til afnota um helgina. Fréttablaðið/VAlli
Meðal þeirra sem fá að reynsluaka metanbíl frá Metanorku er Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra. Dofri Hermannsson, framkvæmdastjóri Metanorku afhenti bílinn síðdegis í gær.

Svandís er í hópi fimm einstaklinga sem dregnir voru út á Facebook síðu Metanorku í keppni um að fá lánaðan bíl í sólarhring og reyna á eigin skinni hvort muni einhverju öðru í akstri en eldsneytisverði.

Eftir helgi stendur til að ræða á Alþingi frumvarp iðnaðarráðherra um orkuskipti í samgöngum. „Það passar vel að umhverfisráðherra hafi fengið að prófa metanbíl áður en að því kemur,“ segir Dofri.- óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×