Innlent

Útgefandi símaskrárinnar býður fólki að líma yfir Egil

Fyrirtækið Já hefur útbúið tvær tegundir af límmiðum til að fela forsíðufyrirsætuna Egil "Gillzenegger“ af forsíðunni og eru þeir í boði fyrir þá sem þess óska.
Fyrirtækið Já hefur útbúið tvær tegundir af límmiðum til að fela forsíðufyrirsætuna Egil "Gillzenegger“ af forsíðunni og eru þeir í boði fyrir þá sem þess óska. Fréttablaðið/vilhelm

„Við höfum útbúið tvær tegundir af límmiðum fyrir þá sem þess óska," segir Guðrún María Guðmundsdóttir, ritstjóri og sviðsstjóri hjá Já.

Já hefur látið hanna límmiða til að líma yfir forsíðu símaskrár síðasta árs en á henni er mynd af Agli Einarssyni og fimleikastúlkum úr Gerplu. Tvær gerðir af límmiðum eru í boði fyrir þá sem vilja fjarlægja vilja Egil af forsíðunni. Annars vegar er límmiði með mynd af stúlkunum úr Gerplu og hins vegar er límmiði sem lítur út eins og búið sé að rífa Egil af forsíðunni.

Aðspurð segist Guðrún María ekki vilja tjá sig nánar um ákvörðunina um límmiðana. „Þeir eru hins vegar til og í boði fyrir alla þá sem vilja," segir hún. Hún vill ekki tjá sig um hversu margir hafa sett sig í samband við fyrirtækið og óskað eftir lausnum á borð við límmiðana.

Egill hefur verið kærður í tvígang fyrir kynferðisbrot á síðustu mánuðum en niðurstaða í málunum liggur ekki fyrir. Önnur kæran, sem er á hendur honum og kærustu hans, var á dögunum send frá Ríkissaksóknara til frekari rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en hin kæran er ennþá til rannsóknar.

Ákvörðun Já að láta Egil um ritstjórn símaskrárinnar árið 2011 var umdeild á sínum tíma. Ný símaskrá kemur út í maí og að þessu sinni er það Borgarleikhúsið sem sér um að myndskreyta hana.

Hægt er að nálgast límmiðana í höfuðstöðvum Já í Álfheimum.
alfrun@frettabladid.is


Tengdar fréttir

Hægt að hylja mynd af Agli

Já hefur látið hanna og framleiða límmiða til að líma á forsíðu símaskrár síðasta árs. Á forsíðunni er mynd af Agli Einarssyni og fimleikastúlkum í Gerplu. Tilgangur límmiðanna er að gera fólki kleift að líma yfir Egil Einarsson. "Við höfum útbúið tvær tegundir af límmiðum fyrir þá sem þess óska,“ staðfestir Guðrún María Guðmundsdóttir, ritstjóri og sviðsstjóri hjá Já.Egill hefur verið kærður í tvígang fyrir kynferðisbrot á síðustu mánuðum en niðurstaða í málunum liggur ekki fyrir.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.