Þetta voru greinilega mistök hjá okkur 23. janúar 2012 08:00 Leifur Grímsson segir að mistök hafi verið gerð með markaðssetningu á stelpu- og strákaísnum. fréttablaðið/arnþór Fyrirtækið Emmess hefur hætt dreifingu á stelpu- og strákaís vegna harðra viðbragða almennings. „Þetta voru greinilega mistök hjá okkur að gera þetta því við höfum fengið mjög hörð viðbrögð,“ segir Leifur Grímsson, markaðsstjóri Emmess. Auk stelpu- og strákaíssins, sem eru í bleikum og bláum umbúðum, fór Emmess af stað fyrir um viku síðan með mömmu- og pabbaís í von um að höfða til allra í fjölskyldunni með mismunandi bragðtegundum. „Smekkur fólks er svolítið mismunandi eftir kyni og aldri. Það er allavega tilfinningin sem við höfðum. Svo var gengið lengra með að setja þetta í þessa kyngreindu liti og það stuðar greinilega fólk,“ segir Leifur. Hann bendir á að önnur fyrirtæki hafi áður skipt vörum sínum í bleikt og blátt eins og Latibær. „Þegar ég kynnti þetta fyrir innkaupastjórum þessa lands var þetta undantekningarlaust sögð frábær tilraun og skemmtileg. Síðan setur einhver mynd á netið og þá fer boltinn af stað.“ Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, segir þessa tilraun Emmess hafa verið hlægilega. „Þarna er verið að ýta undir þessar staðalmyndir kynjanna. Þetta er sölubrella og það hefur verið vaxandi tilhneiging til að ýta undir muninn á strákum og stelpum,“ segir Kristín. „Maður sér þetta mikið í þessum leikfangabæklingum, þennan bleika og bláa lit. Markaðurinn hefur bara tekið illa á móti svonalöguðu og fólk hefur mótmælt svona aðgreiningu kynjanna.“ - fb Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira
Fyrirtækið Emmess hefur hætt dreifingu á stelpu- og strákaís vegna harðra viðbragða almennings. „Þetta voru greinilega mistök hjá okkur að gera þetta því við höfum fengið mjög hörð viðbrögð,“ segir Leifur Grímsson, markaðsstjóri Emmess. Auk stelpu- og strákaíssins, sem eru í bleikum og bláum umbúðum, fór Emmess af stað fyrir um viku síðan með mömmu- og pabbaís í von um að höfða til allra í fjölskyldunni með mismunandi bragðtegundum. „Smekkur fólks er svolítið mismunandi eftir kyni og aldri. Það er allavega tilfinningin sem við höfðum. Svo var gengið lengra með að setja þetta í þessa kyngreindu liti og það stuðar greinilega fólk,“ segir Leifur. Hann bendir á að önnur fyrirtæki hafi áður skipt vörum sínum í bleikt og blátt eins og Latibær. „Þegar ég kynnti þetta fyrir innkaupastjórum þessa lands var þetta undantekningarlaust sögð frábær tilraun og skemmtileg. Síðan setur einhver mynd á netið og þá fer boltinn af stað.“ Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, segir þessa tilraun Emmess hafa verið hlægilega. „Þarna er verið að ýta undir þessar staðalmyndir kynjanna. Þetta er sölubrella og það hefur verið vaxandi tilhneiging til að ýta undir muninn á strákum og stelpum,“ segir Kristín. „Maður sér þetta mikið í þessum leikfangabæklingum, þennan bleika og bláa lit. Markaðurinn hefur bara tekið illa á móti svonalöguðu og fólk hefur mótmælt svona aðgreiningu kynjanna.“ - fb
Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira