Heiðraður 70 árum eftir björgunarafrek 21. janúar 2012 05:45 Magnús tók við þakkarbréfinu úr hendi Jerry Hudson, ofursta og varnarmálafulltrúa, sem kom sérstaklega til landsins í gær vegna samkomu á heimili breska sendiherrans á Íslandi, Ians Whitting, sem er hér fyrir miðri mynd. Hudson ofursti sagði hlýhug bresku þjóðarinnar fylgja bréfinu, en af hverju það beið svo lengi að þakkir bárust sagðist hann ekki geta skýrt. fréttablaðið/gva Magnús Pálsson frá Veturhúsum í Eskifirði tók við viðurkenningu frá bresku ríkisstjórninni í gær fyrir einstakt björgunarafrek. Hann og nánasta fjölskylda bjargaði 48 breskum hermönnum frá bráðum bana í aftakaveðri í janúar 1942. Sjötíu árum eftir einstakt björgunarafrek var Magnúsi Pálssyni frá Veturhúsum í Eskifirði fært þakkarbréf bresku ríkisstjórnarinnar fyrir einstakt björgunarafrek aðfaranótt 21. janúar 1942. Magnús, móðir hans og systkini björguðu þá 48 breskum hermönnum frá bráðum bana í aftakaveðri sem gekk yfir Austurland. Átta hermenn urðu úti þessa nótt en mun fleiri hefðu farist ef ekki hefði verið fyrir hugrekki fjölskyldunnar, eins og segir í þakkarbréfinu sem er undirritað af Nick Harvey, hermálaráðherra Breta. Magnús, þá aðeins fjórtán ára gamall, var nýsofnaður um kvöldið, eftir að hafa unnið samfleytt í tvo daga við uppskipun á salti, þegar hann var vakinn af bróður sínum Páli. Páll hafði þá af tilviljun gengið fram á aðframkominn hermann á milli útihúss og bæjar. „Hann er hetjan í þessari sögu,“ segir Magnús sem vísar fremur á framtak annarra heimilismanna á bænum en síns eigin. Og það þrátt fyrir að hafa alla nóttina lagt út í sortann og dregið hvern hermanninn af öðrum inn í hlýjuna í Veturhúsum. „Við gengum á hljóðin í vesalings mönnunum sem voru aðframkomnir. Þeir sáu ljósið frá fjósaluktinni okkar. Margir voru skólausir, en allir rennblautir og kaldir,“ segir Magnús sem heldur því fram að lífsbjörgin hafi verið kerti sem móðir hans setti út í glugga um kvöldið og sneri að heiðinni. Bretarnir tilheyrðu herflokki, The King‘s Own Yorkshire Light Infantry (KOYLI), sem var hluti nýstofnaðrar fjallgönguhersveitar. Þeir voru við æfingar, ætluðu að ganga frá Reyðarfirði yfir Hrævarsskörð til Eskifjarðar. En vegna erfiðra aðstæðna þurftu þeir að fara lengri leið, en hrepptu aftakaveður. Magnús lýsir því að þeir bræður báru mennina í hús, systur hans hlúðu að þeim og móðir hans stóð og bakaði brauð og hitaði kaffi þessa löngu nótt. Átta hermenn urðu hins vegar úti, einn dó í Veturhúsum en sjö í túnfætinum, eins og kom í ljós þegar dagur reis. Tvo þeirra fann Magnús sem telur atburðinn ekki hafa haft áhrif á sig. „Þetta var bara verk sem þurfti að vinna,“ segir Magnús af því lítillæti sem einkennir hann. Þorsteinn J. Vilhjálmsson er að leggja lokahönd á heimildarmynd um atburðina og heitir því viðeigandi nafni Veturhús. Myndin verður frumsýnd á páskadag á Stöð 2. Framleiðendur eru Sturla Pálsson og Arnar Knútsson. svavar@frettabladid.is Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Magnús Pálsson frá Veturhúsum í Eskifirði tók við viðurkenningu frá bresku ríkisstjórninni í gær fyrir einstakt björgunarafrek. Hann og nánasta fjölskylda bjargaði 48 breskum hermönnum frá bráðum bana í aftakaveðri í janúar 1942. Sjötíu árum eftir einstakt björgunarafrek var Magnúsi Pálssyni frá Veturhúsum í Eskifirði fært þakkarbréf bresku ríkisstjórnarinnar fyrir einstakt björgunarafrek aðfaranótt 21. janúar 1942. Magnús, móðir hans og systkini björguðu þá 48 breskum hermönnum frá bráðum bana í aftakaveðri sem gekk yfir Austurland. Átta hermenn urðu úti þessa nótt en mun fleiri hefðu farist ef ekki hefði verið fyrir hugrekki fjölskyldunnar, eins og segir í þakkarbréfinu sem er undirritað af Nick Harvey, hermálaráðherra Breta. Magnús, þá aðeins fjórtán ára gamall, var nýsofnaður um kvöldið, eftir að hafa unnið samfleytt í tvo daga við uppskipun á salti, þegar hann var vakinn af bróður sínum Páli. Páll hafði þá af tilviljun gengið fram á aðframkominn hermann á milli útihúss og bæjar. „Hann er hetjan í þessari sögu,“ segir Magnús sem vísar fremur á framtak annarra heimilismanna á bænum en síns eigin. Og það þrátt fyrir að hafa alla nóttina lagt út í sortann og dregið hvern hermanninn af öðrum inn í hlýjuna í Veturhúsum. „Við gengum á hljóðin í vesalings mönnunum sem voru aðframkomnir. Þeir sáu ljósið frá fjósaluktinni okkar. Margir voru skólausir, en allir rennblautir og kaldir,“ segir Magnús sem heldur því fram að lífsbjörgin hafi verið kerti sem móðir hans setti út í glugga um kvöldið og sneri að heiðinni. Bretarnir tilheyrðu herflokki, The King‘s Own Yorkshire Light Infantry (KOYLI), sem var hluti nýstofnaðrar fjallgönguhersveitar. Þeir voru við æfingar, ætluðu að ganga frá Reyðarfirði yfir Hrævarsskörð til Eskifjarðar. En vegna erfiðra aðstæðna þurftu þeir að fara lengri leið, en hrepptu aftakaveður. Magnús lýsir því að þeir bræður báru mennina í hús, systur hans hlúðu að þeim og móðir hans stóð og bakaði brauð og hitaði kaffi þessa löngu nótt. Átta hermenn urðu hins vegar úti, einn dó í Veturhúsum en sjö í túnfætinum, eins og kom í ljós þegar dagur reis. Tvo þeirra fann Magnús sem telur atburðinn ekki hafa haft áhrif á sig. „Þetta var bara verk sem þurfti að vinna,“ segir Magnús af því lítillæti sem einkennir hann. Þorsteinn J. Vilhjálmsson er að leggja lokahönd á heimildarmynd um atburðina og heitir því viðeigandi nafni Veturhús. Myndin verður frumsýnd á páskadag á Stöð 2. Framleiðendur eru Sturla Pálsson og Arnar Knútsson. svavar@frettabladid.is
Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira