Freista fíkniefnahunds með fé úr sveitarsjóði 17. janúar 2012 07:00 Þessir tveir voru samstarfsfélagar um skeið á meðan Nökkvi var að ná tökum á starfinu sem Tíri gegndi frá árinu 2003. Mynd/Lögreglan í Borgarfirði og dölum Borgarbyggð styrkir lögregluna um 300 þúsund krónur svo fíkniefnahundurinn Nökkvi þjóni áfram í umdæminu. Lögreglan segist þurfa að skera niður og að 1,5 milljón króna á ári myndu sparast ef Nökkvi væri leystur undan störfum. Lögregluembættið í Borgarfirði og Dölum á nú kost á þrjú hundruð þúsund króna styrk frá Borgarbyggð til að halda fíkniefnahundinum Nökkva. „Okkur þykir mjög vænt um að fá stuðning sem gerir okkur kannski kleift að halda Nökkva,“ segir Theodór Þórðarson yfirlögregluþjónn, sem kveður fjármálin sífellda glímu. „Við skiluðum einum af fjórum bílum í apríl til að létta róðurinn og svo þurftum við að segja upp einum starfsmanni af níu um áramótin.“ Að sögn Theodórs er nú verið að benda sveitarfélögunum í umdæminu á að ein og hálf milljón króna myndi sparast ef Nökkvi yrði leystur undan skyldum sínum við embættið. Enn sem komið er hefur aðeins Borgarbyggð brugðist við kallinu en Theodór vonast eftir stuðningi fleiri sveitarfélaga. Labradorhundurinn Nökkvi er arftaki Tíra, hunds af tegundinni Springer Spaniel, sem hafði þefað uppi fíkniefni á Vesturlandi frá árinu 2003 áður en hann var felldur. Theodór segir hundana hafa margsannað gildi sitt. Þeir hafi meðal annars verið við skyldustörf utan umdæmisins um borð í skipum og á flugstöðvum. Þeir geti einnig leitað að fólki og séu á allan hátt mikilvægir. Hann bendir á að fleiri ökumenn séu stöðvaðir í umdæminu undir áhrifum fíkniefna en ölvaðir. „Við notum hundana líka mikið í forvarnafræðslu í skólum, á fundum með foreldrum og á vinnustöðum og hjá klúbbum,“ segir hann. Þó að fjármálin séu í eilífri endurskoðun segir Theodór lögregluliðið standa sig vel. „Núna á laugardaginn stöðvuðu strákarnir einn bíl á norðurleið og settu í þrjú hundruð grömm af heimaræktuðu kannabis,“ upplýsir yfirlögregluþjóninn. Í samþykkt bæjarstjórnar Borgarbyggðar vegna áðurnefndrar styrkveitingar segir að það kæmi sér mjög illa ef lögreglan úr umdæminu þyrfti að skila fíkniefnahundinum, ekki síst vegna forvarnargildis slíkra hunda. Sveitarstjórnin kveðst vilja leggja fjárstyrkinn sem lóð á vogarskálarnar. Jafnframt segir hún ólíðandi að niðurskurður á fjárveitingum til lögregluembættisins leiði til fækkunar lögregluþjóna. „Því skorar sveitarstjórn á innanríkisráðuneytið að endurskoða ákvörðun um lækkun á fjárveitingum til embættisins,“ segir sveitarstjórnin. - gar Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Borgarbyggð styrkir lögregluna um 300 þúsund krónur svo fíkniefnahundurinn Nökkvi þjóni áfram í umdæminu. Lögreglan segist þurfa að skera niður og að 1,5 milljón króna á ári myndu sparast ef Nökkvi væri leystur undan störfum. Lögregluembættið í Borgarfirði og Dölum á nú kost á þrjú hundruð þúsund króna styrk frá Borgarbyggð til að halda fíkniefnahundinum Nökkva. „Okkur þykir mjög vænt um að fá stuðning sem gerir okkur kannski kleift að halda Nökkva,“ segir Theodór Þórðarson yfirlögregluþjónn, sem kveður fjármálin sífellda glímu. „Við skiluðum einum af fjórum bílum í apríl til að létta róðurinn og svo þurftum við að segja upp einum starfsmanni af níu um áramótin.“ Að sögn Theodórs er nú verið að benda sveitarfélögunum í umdæminu á að ein og hálf milljón króna myndi sparast ef Nökkvi yrði leystur undan skyldum sínum við embættið. Enn sem komið er hefur aðeins Borgarbyggð brugðist við kallinu en Theodór vonast eftir stuðningi fleiri sveitarfélaga. Labradorhundurinn Nökkvi er arftaki Tíra, hunds af tegundinni Springer Spaniel, sem hafði þefað uppi fíkniefni á Vesturlandi frá árinu 2003 áður en hann var felldur. Theodór segir hundana hafa margsannað gildi sitt. Þeir hafi meðal annars verið við skyldustörf utan umdæmisins um borð í skipum og á flugstöðvum. Þeir geti einnig leitað að fólki og séu á allan hátt mikilvægir. Hann bendir á að fleiri ökumenn séu stöðvaðir í umdæminu undir áhrifum fíkniefna en ölvaðir. „Við notum hundana líka mikið í forvarnafræðslu í skólum, á fundum með foreldrum og á vinnustöðum og hjá klúbbum,“ segir hann. Þó að fjármálin séu í eilífri endurskoðun segir Theodór lögregluliðið standa sig vel. „Núna á laugardaginn stöðvuðu strákarnir einn bíl á norðurleið og settu í þrjú hundruð grömm af heimaræktuðu kannabis,“ upplýsir yfirlögregluþjóninn. Í samþykkt bæjarstjórnar Borgarbyggðar vegna áðurnefndrar styrkveitingar segir að það kæmi sér mjög illa ef lögreglan úr umdæminu þyrfti að skila fíkniefnahundinum, ekki síst vegna forvarnargildis slíkra hunda. Sveitarstjórnin kveðst vilja leggja fjárstyrkinn sem lóð á vogarskálarnar. Jafnframt segir hún ólíðandi að niðurskurður á fjárveitingum til lögregluembættisins leiði til fækkunar lögregluþjóna. „Því skorar sveitarstjórn á innanríkisráðuneytið að endurskoða ákvörðun um lækkun á fjárveitingum til embættisins,“ segir sveitarstjórnin. - gar
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira