Innlent

Engin hætta á mengun

Bygg vex ekki villt í íslenskri náttúru en ræktun erfðabreytts byggs innandyra en engu að síður afar umdeild.
Bygg vex ekki villt í íslenskri náttúru en ræktun erfðabreytts byggs innandyra en engu að síður afar umdeild. mynd/oRF Líftækni
Líftækni segir í yfirlýsingu að „nákvæmlega engin hætta“ hafi verið á ferðum þegar gróðurhús fyrirtækisins Barra á Egilsstöðum skemmdust í ofsaveðrinu sem gekk yfir Austurland á dögunum. Í gróðurhúsinu er ræktað erfðabreytt bygg, en í yfirlýsingunni segir að þó svo að ólíklega hefði viljað til að bygg hefði borist út úr húsinu við óhappið, hefði það engu skipt – enginn möguleiki hafi verið á mengun út í umhverfið.

Kynningarátak um erfðabreyttar lífverur, sem fjölmörg félög og einstaklingar standa að, höfðu fyrr sent Umhverfisráðuneytinu bréf vegna óhappsins í Barra og sagt atvikið staðfesta áhyggjur af ræktun erfðabreyttra plantna í gróðurhúsum og að leyfisveitingar til afmarkaðrar notkunar erfðabreyttra lífvera byggi á ófullnægjandi öryggis- og áhættumati.

Var þess krafist í bréfinu að Umhverfisstofnun afturkallaði leyfi til ræktunar í Barra.

Í yfirlýsingu ORF er það harmað að umfjöllun um málið hafi verið sett fram á þann hátt að skilja megi að einhver möguleiki hafi verið á mengun umhverfisins. Eins að krafa um afturköllun leyfisins sé fráleit og ekki byggð á rökum.- shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×