Innlent

Vilja útskýringar á útreikningunum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jón Gunnarsson er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Jón Gunnarsson er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mynd/ vilhelm.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í atvinnuveganefnd vilja að útreikningar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins á áhrifum fyrirhugaðs veiðigjalds verði lagðir fram í nefndinni og útskýrðir. Þá vilja þeir einnig að Huginn Þorsteinsson, aðstoðarmaður ráðherra, verði kallaður á fund nefndarinnar til að útskýra ummæli sem hann viðhafði í aðsendri grein í Fréttablaðinu um niðurstöður endurskoðunarfyrirtækisins Deolitte á áhrifum veiðigjaldsins.

Þeir Jón Gunnarsson og Einar K. Guðfinnsson, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í nefndinni, segja að það sé nauðsynlegt að fá fram þau rök sem liggi hér að baki og hvort ráðuneytið meti þær upplýsingar sem fram koma hjá Deloitte ómarktækar eða ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×