Innlent

Jarðskjálftar höfðu áhrif á hús í Hveragerði

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Smáskjálftavirknin við Hellisheiðarvirkjun síðasta haust hafði áhrif á hús í Hveragerði og ekki er hægt að útiloka að stærstu skjálftarnir hafi valdið skemmdum. Þetta eru niðurstöður greiningar sem unnin var á skjálftunum. Á annað hundrað skjálfta hafa mælst við virkjunina síðastliðinn sólahring.

Mikil jarðskjálftavirkni var við Hellisheiðarvirkjun í gærkvöldi og í nótt og fundu íbúar í Hveragerði fyrir skjálftunum. Flestir skjálftarnir voru litir eða aðeins um einn að stærð. Tveir skjálftar voru þó stærri eða um þrír. Skjálftarnir nú eru á sama stað og mikli skjálftavirkni var síðusta haust. Þá mældustu þúsundir jarðskjálfta á nokkrum vikum eftir að Orkuveitan hóf að dæla affallsvatni frá Hellisheiðarvirkjun niður í sprungur á svæðinu. Við niðurdælinguna myndast þrýstingur sem kemur jarðskjálftunum af stað.

Rannsóknarmiðstöð í jarðskjálftafræði vann greiningu á smáskjálftahrinunni sem varð við Hellisheiðarvirkjun síðasta haust. Tveir stærstu skjálftarnir sem þá mældust voru um fjórir að stærð. Greiningin sýnir að skjálftahrinan hafði áhrif á hús í bænum.

„Þessir tveir jarðskjálftar, þeir stærstu, höfðu vissalega áhrif á húsin og ollu talsverðu og umtalsverðu jarðskjálftaálagi á húsinu. Það miklu að það er ekki hægt að útiloka skemmdir af þeirra völdum."

Benedikt segir flesta skjálftana hafa verið mjög lita en stærð þessara tveggja stóru skjálfta veki athygli þar sem um manngerða skjálfta er að ræða.

„Þetta eru stærstu manngerðu jarðskjálftar sem hafa orðið hér á landi og þó víðar væri leitað. Þetta er komið mjög hátt á heimsmælikvarða miðað við það sem þekkist."

Þá segir Benedikt þurfa að hafa í huga að mannvirkin í Hveragerði hafi þurft að þola mikið álag í skjálftunum 2008

„Þrátt fyrir að langflest hús hafi staðist þá áraun vel þá var þetta mikið álag á burðarvirkin og það er óvíst hver áhrif svona lítilla skjálfta eru á hús sem hafa þurft að þola slíkt álag. Það er munur á nýbyggðu húsi og sem hefur þurft að fara í gegnum svona áraun," segir Benedikt að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×