Innlent

Herdís boðar til blaðamannafundar

Herdís Þorgeirsdóttir
Herdís Þorgeirsdóttir
Dr. Herdís Þorgeirsdóttir hefur boðað til blaðamannafundar Í Listasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu klukkan þrjú í dag. Herdís hefur verið orðuð við forsetaframboð og búist er við því að hún tilkynni um ákvörðun sína í þeim efnum á fundinum. Fylgst verður með fundinum á fréttavef okkar Vísi.

Herdís starfar sem lögmaður í Reykjavík. Hún er forseti Evrópusamtaka kvenlögfræðinga og starfar mikið fyrir Feneyjanefnd Evrópuráðsins á sviði mannréttinda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×