Innlent

Brutust tvívegis inn hjá golfklúbbi Þorlákshafnar

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. fréttablaðið/valli
Brotist var inn í vélageymslu við hlið golfskálans í Þorlákshöfn aðfaranótt laugardags og þaðan stolið handverkfærum og fleiru. Auk þess voru skemmdir unnar á húsnæðinu. Nóttina á eftir var svo brotist inn í golfskálann sjálfann og þaðan stolið sjónvarpi, áfengi og nokkru magni af golfhönskum.

Hanskarnir eru flestir á hægri hendi en alsiða mun vera meðal iðkenda golfíþróttarinnar að klæðist hanska á annarri hendi þegar þeir iðka golfið, þeir eru því seldir stakir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×