Innlent

Vísbendingar um sérlausnir

Stefán Haukur Jóhannesson
Stefán Haukur Jóhannesson
Vísbendingar eru um það í opnunarviðmiðum Evrópusambandsins (ESB) fyrir þann hluta aðildarviðræðna sem snýr að landbúnaðarmálum að sérstakt tillit verði tekið til aðstæðna hér á landi í aðildarsamningi við Ísland.

Þetta kemur fram í viðtali við Stefán Hauk Jóhannesson, aðalsamningamann Íslands í aðildarviðræðum við ESB, sem birtist í blaðinu Sveitinni. Sveitin er gefið út af þverpólitískum hópi Evrópusinna og dreift á öll lögbýli á Íslandi.

„ESB hefur sýnt í fyrri viðræðum að sambandið er tilbúið að útvíkka sínar reglur og semja um sérlausnir,“ segir Stefán Haukur í viðtali við blaðið.

„Við erum með vísbendingar um að það sé tilbúið til þess varðandi Ísland eins og í fyrri aðildarviðræðum,“ segir hann þar jafnframt.

Íslenska samninganefndin mun leggja áherslu á að sérlausnir fyrir íslenskan landbúnað verði sambærilegar við sérlausnir sem Finnar náðu í gegn í aðildarviðræðum við ESB, segir Stefán Haukur.

Slíka lausn segir hann þó að þyrfti að klæðskerasauma fyrir íslenskar aðstæður.

Í samantekt Sveitarinnar kemur fram að ef finnska kerfið yrði innleitt í íslenskum landbúnaði yrði stuðningur við landbúnaðinn heldur meiri en hann er í dag. - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×