Innlent

Fangar grunaðir um morð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fangelsið á Litla Hrauni.
Fangelsið á Litla Hrauni.

Tveir fangar á Litla-Hrauni voru færðir í einangrun síðdegis, grunaðir um að bera ábyrgð á dauða samfanga. Karlmaður um fimmtugt lést í fangelsinu á fimmtudaginn eins og Vísir greindi frá. Þá var talið að andlátið hefði ekki borið að með saknæmum hætti.

Í dag greindi fréttastofa RÚV frá því að tveir fangar á fertugsaldri hafi verið færðir af almennu rými á Litla-Hrauni í einangrunarvist í dag, grunaðir um að hafa veitt manninum sem lést áverka sem drógu hann til dauða.

Þetta hefur lögreglan á Selfossi staðfest í fréttatilkynningu en þar kemur fram að bráðabirgðaniðurstöður krufningar bendi til þess að maðurinn, sem var 49 ára, hafi látist af völdum innvortis blæðinga.

Rannsókn málsins er unnin af lögreglunni á Selfossi, tæknideild lögreglu höfuðborgarsvæðisins og af réttarmeinafræðingi. Hún á byrjunarstigi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×