Innlent

Ákvörðun um áfrýjun tekin í kvöld

Gunnar Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri í Kópavogi.
Gunnar Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri í Kópavogi.
Gunnar Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri Kópavogs, vill ekki tjá sig um niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness í dag. Gunnar og Sigrún Ágústa Bragadóttir voru dæmd til að greiða 150 þúsund krónur í sekt vegna brota tengdum störfum þeirra fyrir Lífeyrissjóð starfsmanna Kópavogs.

Í samtali við Vísi sagði Gunnar að hann væri nú að fara yfir dóminn ásamt lögmanni sínum og munu þeir síðan taka ákvörðun um hvort að dóminum verði áfrýjað. Þá mun Gunnar gefa út yfirlýsingu á morgun.

Gunnar og Sigrún voru ákærð ásamt öðrum stjórnarmönnum í sjóðnum í tengslum við lán sem Lífeyrissjóður starfsmanna Kópavogs lánaði bæjarsjóði að andvirði mörg hundruð milljóna króna. Gunnar var stjórnarformaður sjóðsins en Sigrún sat í stóli framkvæmdastjóra.

Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokks, Flosi Eiríksson, fyrrverandi bæjarfulltrúi Samfylkingar, Jón Júlíusson og Sigrún Guðmundsdóttir voru öll sýknuð í málinu en þau voru stjórnarmenn í sjóðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×