Sveinn Arason: Upphlaup hjá fjárlaganefnd Erla Hlynsdóttir skrifar 1. október 2012 12:13 Ríkisendurskoðandi segir það hreint upphlaup hjá fjárlaganefnd að neita að afhenda honum frumvarp til umsagnar. Hann telur sig enn njóta fulls trausts forseta Alþingis. Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis neitar að láta Ríkisendurskoðun fá fjáraukalagafrumvarpið til umsagnar vegna trúnaðarbrests sem kom upp vegna dráttar á skilum skýrslu í Oracle-málinu svokallaða. Sveinn Arason, ríkisendurskoðandi, vildi ekki koma í viðtal vegna málsins en sagði í samtali við fréttastofu nú í morgun að hann hefði alls ekki brugðist trausti fjárlaganefndar í vinnu sinni fyrir þá nefnd. Hann bendir á að umræddri skýrslu á að skila til forsætisnefndar en ekki fjárlaganefndar. Spurður hvort honum sé hreinlega sætt áfram sem ríkisendurskoðandi segir Sveinn að hann líti svo á að meðan hann hafi traust forsætisnefndar sé eðlilegt að hann sitji áfram. Aðspurður hvort hann hafi fengið staðfest að hann njóti trausts þeirrar nefnda svarar Sveinn því að hann hafi hið minnsta ekki fengið vísbendingar um annað. Þá bendir hann á að forseti Alþingis hafi sent honum bréf þar sem ríkisendurskoðun er falið að ljúka skýrslunni fyrir októberlok og að þetta bréf sé í raun ígildi yfirlýsingar um að þarna ríki enn traust, þrátt fyrir að þar séu einnig ákúrur vegna dráttar á skilum. Sveinn segir að ríkisendurskoðun muni skýra fyrir forsætisnefnd og forseta Alþingis af hverju skilin drógust eins og raun ber vitni. Hann segir að þetta séu skýringar sem hann skuldi þeim og engum öðrum, og að það sé hreint upphlaup hjá fjárlaganefnd að „eigna sér" þetta mál, eins og Sveinn orðar það. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur ekki náðst tal af Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, vegna málsins. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, fyrsti varaforseti Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokks, segist ekkert hafa heyrt frá forseta þingsins um fyrirhugaðan fund nefndarinnar vegna trúnaðarbrestsins. Nú er svokölluð kjördæmavika og næsti fundur nefndarinnar því ekki fyrr en á mánudag eftir viku. Hún segir að sér finnist beinlínis „kjánalegt" ef ekki verður fundað fyrr. Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira
Ríkisendurskoðandi segir það hreint upphlaup hjá fjárlaganefnd að neita að afhenda honum frumvarp til umsagnar. Hann telur sig enn njóta fulls trausts forseta Alþingis. Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis neitar að láta Ríkisendurskoðun fá fjáraukalagafrumvarpið til umsagnar vegna trúnaðarbrests sem kom upp vegna dráttar á skilum skýrslu í Oracle-málinu svokallaða. Sveinn Arason, ríkisendurskoðandi, vildi ekki koma í viðtal vegna málsins en sagði í samtali við fréttastofu nú í morgun að hann hefði alls ekki brugðist trausti fjárlaganefndar í vinnu sinni fyrir þá nefnd. Hann bendir á að umræddri skýrslu á að skila til forsætisnefndar en ekki fjárlaganefndar. Spurður hvort honum sé hreinlega sætt áfram sem ríkisendurskoðandi segir Sveinn að hann líti svo á að meðan hann hafi traust forsætisnefndar sé eðlilegt að hann sitji áfram. Aðspurður hvort hann hafi fengið staðfest að hann njóti trausts þeirrar nefnda svarar Sveinn því að hann hafi hið minnsta ekki fengið vísbendingar um annað. Þá bendir hann á að forseti Alþingis hafi sent honum bréf þar sem ríkisendurskoðun er falið að ljúka skýrslunni fyrir októberlok og að þetta bréf sé í raun ígildi yfirlýsingar um að þarna ríki enn traust, þrátt fyrir að þar séu einnig ákúrur vegna dráttar á skilum. Sveinn segir að ríkisendurskoðun muni skýra fyrir forsætisnefnd og forseta Alþingis af hverju skilin drógust eins og raun ber vitni. Hann segir að þetta séu skýringar sem hann skuldi þeim og engum öðrum, og að það sé hreint upphlaup hjá fjárlaganefnd að „eigna sér" þetta mál, eins og Sveinn orðar það. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur ekki náðst tal af Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, vegna málsins. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, fyrsti varaforseti Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokks, segist ekkert hafa heyrt frá forseta þingsins um fyrirhugaðan fund nefndarinnar vegna trúnaðarbrestsins. Nú er svokölluð kjördæmavika og næsti fundur nefndarinnar því ekki fyrr en á mánudag eftir viku. Hún segir að sér finnist beinlínis „kjánalegt" ef ekki verður fundað fyrr.
Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira