Innlent

Skotvopnum stolið á Selfossi

Um helgina var skotvopnum, tveimur kindabyssum og riffli, stolið úr bílskúr við íbúðarhús á Selfossi. Vopnin voru í læstum byssuskáp og lyklar að honum geymdir á sérstökum stað í bílskúrnum.

Ekki er vitað hver stal vopnunum en líkur eru til að viðkomandi hafi verið kunnugt um hvar lykillinn að byssuskápnum var geymdur samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Selfossi.

Málið er í rannsókn og lögreglan leitar vísbendinga og biður alla þá sem veitt geta upplýsingar að hafa samband í síma 480 1010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×