Innlent

Hestamenn andvígir deiliskipulagi fyrir Heiðmörk

Hestamenn í Fáki eru mjög andvígir drögum að nýju deiliskipulagi fyrir Heiðmörk og telja að með því séu hestamenn útilokaðir frá stórum hluta svæðisins.

Ekki sé tekið tillit til áratuga hefðar hestamanna um notkun svæðisins og útivistarhópum á svæðinu sé mismunað með þessum tillögum.

Aðalfundur Fáks skorar á félagsmenn að koma mótmælum á framfæri við borgaryfirvöld , eða undirrita mótmælalista, sem liggja frammi í öllum hestavöruverslunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×