Viðbrögð við dómi Hæstaréttar 15. febrúar 2012 18:38 Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis fundaði nú klukkan fimm vegna niðurstöðu Hæstaréttar. Á fundinn voru kallaðir fulltrúar Seðlabanka, Fjármálaeftirlitsins og Efnahags- og viðskiptaráðuneytisins en Helgi Hjörvar formaður nefndarinnar hafði fyrir mánuði síðan óskað eftir að þessar stofnanir myndu reikna út áhrif þess að dómurinn félli á þennan veg. „Það er ljóst að umtalsverður fjöldi skuldara mun fá nokkra leiðréttingu á sínum skuldum, þeim til hagsbóta og ég held að það sé ánægjulegt. Það mun auðvitað jafnframt hafa í för með sér nokkuð tjón fyrir fjármálakerfið og fjármálaeftirlitið telur það hlaupa á nokkrum tugum milljarða, eigið fé bankakerfisins hins vegar hleypur á mörg hundruð milljörðum þannig að viðskiptabankarnir eiga að geta tekist á við þetta," sagði Jóhanna Margrét Gísladóttir. Framundan séu útreikningar á hverjar afleiðingarnar verða fyrir bankakerfið og heimilin og kappkostað verði við að gera það næstu sólarhringa. „Ég held það sé auðvitað áfall fyrir Alþingi að hafa sett lög sem að ekki halda í Hæstarétti en það verður þá að benda á að dómurinn fellur 4-3 svo það er augljóst að um mikið álitaefni var að ræða," sagði Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar. Stjórnarandstaðan segir dóminn vera áfall fyrir ríkisstjórnina. „Dómurinn staðfestir, fullkomið klúður ríkisstjórnarinnar við gerð laga nr. 51/2010 sem voru samþykkt með miklum hraða í lok árs 2010," segir Guðlaugur Þór Þórðarson Sjálfstæðisflokki. „Við vöruðum við því þegar málið var keyrt í gegnum þingið að um afturvirkni var að ræða að miða við vexti Seðlabankans oen ekki samningsvexti. Nú er það að koma á daginn og þetta virðist koma ríkisstjórninni, seðlabankanum og fjármálaeftirlitinu algjörlega á óvart," sagði Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Í samtali við fréttastofu sögðu talsmenn stóru viðskiptabankanna þriggja að verið væri að fara yfir dóminn og þýðingu hans . Enginn vildi tjá sig að svo stöddu en ljóst er að dómurinn mun hafa víðtæk áhrif á bankana og gera það að verkum að endurreikna þarf öll gengistryggð lán aftur. Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Fleiri fréttir Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Sjá meira
Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis fundaði nú klukkan fimm vegna niðurstöðu Hæstaréttar. Á fundinn voru kallaðir fulltrúar Seðlabanka, Fjármálaeftirlitsins og Efnahags- og viðskiptaráðuneytisins en Helgi Hjörvar formaður nefndarinnar hafði fyrir mánuði síðan óskað eftir að þessar stofnanir myndu reikna út áhrif þess að dómurinn félli á þennan veg. „Það er ljóst að umtalsverður fjöldi skuldara mun fá nokkra leiðréttingu á sínum skuldum, þeim til hagsbóta og ég held að það sé ánægjulegt. Það mun auðvitað jafnframt hafa í för með sér nokkuð tjón fyrir fjármálakerfið og fjármálaeftirlitið telur það hlaupa á nokkrum tugum milljarða, eigið fé bankakerfisins hins vegar hleypur á mörg hundruð milljörðum þannig að viðskiptabankarnir eiga að geta tekist á við þetta," sagði Jóhanna Margrét Gísladóttir. Framundan séu útreikningar á hverjar afleiðingarnar verða fyrir bankakerfið og heimilin og kappkostað verði við að gera það næstu sólarhringa. „Ég held það sé auðvitað áfall fyrir Alþingi að hafa sett lög sem að ekki halda í Hæstarétti en það verður þá að benda á að dómurinn fellur 4-3 svo það er augljóst að um mikið álitaefni var að ræða," sagði Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar. Stjórnarandstaðan segir dóminn vera áfall fyrir ríkisstjórnina. „Dómurinn staðfestir, fullkomið klúður ríkisstjórnarinnar við gerð laga nr. 51/2010 sem voru samþykkt með miklum hraða í lok árs 2010," segir Guðlaugur Þór Þórðarson Sjálfstæðisflokki. „Við vöruðum við því þegar málið var keyrt í gegnum þingið að um afturvirkni var að ræða að miða við vexti Seðlabankans oen ekki samningsvexti. Nú er það að koma á daginn og þetta virðist koma ríkisstjórninni, seðlabankanum og fjármálaeftirlitinu algjörlega á óvart," sagði Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Í samtali við fréttastofu sögðu talsmenn stóru viðskiptabankanna þriggja að verið væri að fara yfir dóminn og þýðingu hans . Enginn vildi tjá sig að svo stöddu en ljóst er að dómurinn mun hafa víðtæk áhrif á bankana og gera það að verkum að endurreikna þarf öll gengistryggð lán aftur.
Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Fleiri fréttir Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Sjá meira