Innlent

Vöðvatröll brotlegt - enginn á sterkasta mann Íslands

Magnús Ver og Hjalti Úrsus fylgjast þarna með Andrési Guðmundssyni og goðsögninni Jóni Páli Sigmarssyni. Myndin er tekin á Hótel Íslandi árið 1992. Þarna lék allt í lyndi, en þarna var verið að fagna eins árs afmæli Gym80.
Magnús Ver og Hjalti Úrsus fylgjast þarna með Andrési Guðmundssyni og goðsögninni Jóni Páli Sigmarssyni. Myndin er tekin á Hótel Íslandi árið 1992. Þarna lék allt í lyndi, en þarna var verið að fagna eins árs afmæli Gym80.
Neytendastofa hefur fundið Hjalta „Úrsus" Árnason brotlegan gegn lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu þegar hann hótaði fyrirtækjum málssókn vegna notkunar aflraunarmannsins Magnúsar Ver á á vörumerkinu „Sterkasti maður Íslands".

Hjalti vildi meina að hann hefði byggt upp vörumerkið og ætti einkaréttinn á því. Þess vegna sendi hann RÚV, Hátækni, Grindavíkurbæ og Smáralind bréf þar sem hann hótaði þeim málssókn ef þeir störfuðu með Magnúsi Ver og félagi hans, Ísland, félag íslenskra kraftamanna.

Fram kemur í úrskurði Neytendastofu að báðir aðilar hafi óskað eftir því að fá einkaleyfi á orðasambandinu „sterkasti maður Íslands" en hvorugir fengið. Þannig telur Neytendastofa að Hjalta hafi mátt vera ljóst að hann ætti engan einkarétt á vörumerkinu og því væri Magnúsi frjálst að nota nafnið á aflraunamót sem hann vildi halda.

Neytendastofa þótti ekki ástæða til þess að sekta Hjalta eða félag hans, en láti Hjalti ekki af þessum viðskiptaháttum má hann búast við sektum.

Hér má nálgast úrskurðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×