Ráðherrann lagðist gegn veiðigjaldi þá en segir aðstæður nú breyttar Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. apríl 2012 20:30 Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegsráðherra, segir að aðstæður í sjávarútvegi hafi breyst verulega síðan hann lagðist gegn álagningu veiðigjalds og rökstuddi það í tíu liðum sem óbreyttur þingmaður en nú sem ráðherra leggur hann til að 70 prósent af arði í sjávarútvegi renni til ríkisins. Fyrir fimmtán árum síðan, eða árið 1997, skrifaði Steingrímur J. Sigfússon, sem þá var þingmaður Alþýðubandalagsins, grein í Útveginn, fréttarit Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ), þar sem hann rökstuddi í 10 liðum hvers vegna álagning veiðigjalds í sjávarútvegi væri bæði ósanngjörn og óskynsamleg. Í nýju frumvarpi sjávarútvegsráðherrans Steingríms um veiðigjald í sjávarútvegi er lagt til tvíþætt gjaldtaka í sjávarútvegi. Annars vegar almennt veiðigjald, sem er 8 krónur á hvert kíló og svo sérstakt veiðigjald sem verður 70 prósent af samanlögðum hagnaði á hvert kíló í sjávarútveginum að frádregnum kostnaði og almennu veiðigjaldi, sem mun renna til ríkisins. Útgerðarmönnum finnst þetta allt of hátt. Meðal þess sem Steingrímur sagði um veiðigjald í umræddri grein fréttariti LÍÚ á sínum tíma var: „Skatturinn er óréttlátur m.t.t. til byggðanna í landinu. Þar sem útgerð vegur þungt kæmi þessi nýi skattur harkalega niður." „(Ú)tilokað að leggja þennan skatt á sjávarútveg eingöngu. Í því fælist mikil mismunun milli atvinnugreina."Áfall fyrir landsbyggðina í „margföldum skilningi." Steingrímur vék líka að skuldastöðu sjávarútvegsins sem var erfið á þessum tíma. „Með veiðigjaldi myndu skuldir greiðast hægar niður en ella eða jafnvel ekki neitt." „(O)g að ætla honum auk þess að standa undir sérstöku veiðigjaldi, býr greininni fantaleg samkeppnisskilyrði, vægast sagt." „Veiðigjald yrði nánast hreinn frádráttarliður í þessu samhengi, peningarnir hyrfu út úr greininni." „Veiðigjald yrði áfall fyrir landsbyggðina í margföldum skilningi." „Veiðigjald myndi líklega leiða til samþjöppunar og fækkunar eininga," sagði Steingrímur þá, en blaðið sem greinin birtist í má nálgast í viðhengi með frétt. En hvað hefur breyst nú 15 árum síðar? „Við erum að tala um allt aðra tegund skattlagningar. Annað andlag. Við erum að tala um umframarðinn sem sprettur af auðlindinni við vissar aðstæður og við erum að tala um sjávarútveginn á öðrum tíma og í allt öðrum aðstæðum heldur en þarna var. En auðvitað hafa menn gaman af því að fletta þessu upp," segir Steingrímur.Sjávarútvegurinn var að koma úr löngu erfiðleikatímabili Steingrímur segir þetta mikilvægt atriði, í hvaða stöðu sjávarútvegurinn var á þessum tíma árið 1997. „Sjávarútvegurinn var þá að koma út úr löngu erfiðleikatímabili. Það hafði þurft að endurfjármagna fyrirtækin í stórum stíl um 1990. Það var alls ekki kominn sú staða sem nú er uppi, að mörg fyrirtækin eru orðin mjög stór með veiðiheimildir í mörgum tegundum og það er mikil renta sem myndast við núverandi aðstæður, þegar gengið er lágt, aflabrögðin góð og afurðaverðin há. (...) Aðalatriðið er að frá þeim tíma sem liðinn er frá 1997 hefur þróast og þroskast mikið hér umræðan um auðlindamál og auðlindarentu og sameign á auðlindum og hvernig þjóðin eigi að njóta þeirra. Það er sú nálgun sem við erum að tala um í dag og hún er allt önnur en þarna var uppi," segir Steingrímur. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegsráðherra, segir að aðstæður í sjávarútvegi hafi breyst verulega síðan hann lagðist gegn álagningu veiðigjalds og rökstuddi það í tíu liðum sem óbreyttur þingmaður en nú sem ráðherra leggur hann til að 70 prósent af arði í sjávarútvegi renni til ríkisins. Fyrir fimmtán árum síðan, eða árið 1997, skrifaði Steingrímur J. Sigfússon, sem þá var þingmaður Alþýðubandalagsins, grein í Útveginn, fréttarit Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ), þar sem hann rökstuddi í 10 liðum hvers vegna álagning veiðigjalds í sjávarútvegi væri bæði ósanngjörn og óskynsamleg. Í nýju frumvarpi sjávarútvegsráðherrans Steingríms um veiðigjald í sjávarútvegi er lagt til tvíþætt gjaldtaka í sjávarútvegi. Annars vegar almennt veiðigjald, sem er 8 krónur á hvert kíló og svo sérstakt veiðigjald sem verður 70 prósent af samanlögðum hagnaði á hvert kíló í sjávarútveginum að frádregnum kostnaði og almennu veiðigjaldi, sem mun renna til ríkisins. Útgerðarmönnum finnst þetta allt of hátt. Meðal þess sem Steingrímur sagði um veiðigjald í umræddri grein fréttariti LÍÚ á sínum tíma var: „Skatturinn er óréttlátur m.t.t. til byggðanna í landinu. Þar sem útgerð vegur þungt kæmi þessi nýi skattur harkalega niður." „(Ú)tilokað að leggja þennan skatt á sjávarútveg eingöngu. Í því fælist mikil mismunun milli atvinnugreina."Áfall fyrir landsbyggðina í „margföldum skilningi." Steingrímur vék líka að skuldastöðu sjávarútvegsins sem var erfið á þessum tíma. „Með veiðigjaldi myndu skuldir greiðast hægar niður en ella eða jafnvel ekki neitt." „(O)g að ætla honum auk þess að standa undir sérstöku veiðigjaldi, býr greininni fantaleg samkeppnisskilyrði, vægast sagt." „Veiðigjald yrði nánast hreinn frádráttarliður í þessu samhengi, peningarnir hyrfu út úr greininni." „Veiðigjald yrði áfall fyrir landsbyggðina í margföldum skilningi." „Veiðigjald myndi líklega leiða til samþjöppunar og fækkunar eininga," sagði Steingrímur þá, en blaðið sem greinin birtist í má nálgast í viðhengi með frétt. En hvað hefur breyst nú 15 árum síðar? „Við erum að tala um allt aðra tegund skattlagningar. Annað andlag. Við erum að tala um umframarðinn sem sprettur af auðlindinni við vissar aðstæður og við erum að tala um sjávarútveginn á öðrum tíma og í allt öðrum aðstæðum heldur en þarna var. En auðvitað hafa menn gaman af því að fletta þessu upp," segir Steingrímur.Sjávarútvegurinn var að koma úr löngu erfiðleikatímabili Steingrímur segir þetta mikilvægt atriði, í hvaða stöðu sjávarútvegurinn var á þessum tíma árið 1997. „Sjávarútvegurinn var þá að koma út úr löngu erfiðleikatímabili. Það hafði þurft að endurfjármagna fyrirtækin í stórum stíl um 1990. Það var alls ekki kominn sú staða sem nú er uppi, að mörg fyrirtækin eru orðin mjög stór með veiðiheimildir í mörgum tegundum og það er mikil renta sem myndast við núverandi aðstæður, þegar gengið er lágt, aflabrögðin góð og afurðaverðin há. (...) Aðalatriðið er að frá þeim tíma sem liðinn er frá 1997 hefur þróast og þroskast mikið hér umræðan um auðlindamál og auðlindarentu og sameign á auðlindum og hvernig þjóðin eigi að njóta þeirra. Það er sú nálgun sem við erum að tala um í dag og hún er allt önnur en þarna var uppi," segir Steingrímur. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira