Vísar því á bug að netsamband Íslands við umheiminn hafi verið í hættu Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. apríl 2012 20:15 Forstjóri Farice vísar því á bug að netsamband við umheiminn hafi verið hættu vegna lausafjárvanda fyrirtækisins. Ríkissjóður þurfti að greiða afborgun af láni Farice upp á þriðja hundrað milljónir króna fyrr í þessum mánuði þar sem fyrirtækið átti ekkert laust fé. Fyrr í þessum mánuði átti Farice ekki laust fé til að greiða afborgun á láni upp á 226,5 milljónir króna. Ríkissjóður þurfti því að hlaupa undir bagga og standa straum af greiðslunni, en það var Morgunblaðið í dag sem greindi frá þessu. Lausafjárvandræði fyrirtækisins áttu hins vegar ekki að koma neinum á óvart sem fylgst hafði með starfsemi þess því í ársreikningi Farice fyrir árið 2010 var sérstaklega varað við yfirvofandi lausafjárvanda. Að sögn forstjórans hafði fyrirtækið leitað úrræða til að bregðast við þessu um nokkra hríð áður en leitað var til ríkissjóðs, en stærstu hluthafar Farice eru Landsvirkjun, Arion banki og íslenska ríkið. Eftir að ríkissjóður afstýrði því að lánasamningar fyrirtækisins kæmust í uppnám með greiðslu afborgunar upp á 226,5 milljónir króna gerðu ríkissjóður og Farice þjónustusamning til fimm ára til að tryggja netsamband við útlönd. Á þessu ári verða útgjöld ríkisins 355 milljónir króna vegna þessa samnings.Aldrei tæknileg hætta á sambandsrofi að sögn forstjórans Var netsamband við útlönd í hættu? „Nei það var aldrei í hættu. Það var aldrei nein tæknileg hætta á því að sambandið myndi rofna," segir Ómar Benediktsson, forstjóri Farice.Hluti af innviðum samfélagsins Ef þið hefðuð ekki staðið í skilum með þetta lán, hvað hefði þá gerst? „Það er ekki alveg skýrt. Við hefðum kannski fundið aðrar leiðir, en þetta lá beinast við (gerð þjónustusamnings innsk.blm). Það eru miklir hagsmunir lands og þjóðar að þetta samband sé uppi og ríkissjóður er í ábyrgð fyrir þessu láni," segir Ómar. „Þetta er hluti af innviðum samfélagsins, fjarskipta- og tölvusambandið við útlönd og það væri áfall og álitshnekkir og gerði ekkert nema tjón og skaða að láta þetta fyrirtæki lenda í vandræðum með afborganir. Við erum búin að endurfjármagna það og leggja því til eigið fé og núna er verið að styðja við það með þessum þjónustusamningi og tryggja þar með almannahagsmunina, að þessi sambönd séu til staðar og við lendum ekki í neinum vandræðum með þau," segir Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra. thorbjorn@stod2.is Tengdar fréttir Ríkissjóður bjargaði Farice til þess að tryggja netsamband við útlönd Ríkissjóður þurfti að koma Farice ehf. til bjargar fyrr í þessum mánuði til að tryggja netsamband við útlönd. Fyrirtækið, sem rekur tvo sæstrengi milli Íslands og Evrópu, gat ekki staðið í skilum með 226 milljóna króna afborgun af láni. Ríkið hefur nú gert þjónustusamning við Farice á grundvelli almannahagsmuna. 17. apríl 2012 12:08 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Forstjóri Farice vísar því á bug að netsamband við umheiminn hafi verið hættu vegna lausafjárvanda fyrirtækisins. Ríkissjóður þurfti að greiða afborgun af láni Farice upp á þriðja hundrað milljónir króna fyrr í þessum mánuði þar sem fyrirtækið átti ekkert laust fé. Fyrr í þessum mánuði átti Farice ekki laust fé til að greiða afborgun á láni upp á 226,5 milljónir króna. Ríkissjóður þurfti því að hlaupa undir bagga og standa straum af greiðslunni, en það var Morgunblaðið í dag sem greindi frá þessu. Lausafjárvandræði fyrirtækisins áttu hins vegar ekki að koma neinum á óvart sem fylgst hafði með starfsemi þess því í ársreikningi Farice fyrir árið 2010 var sérstaklega varað við yfirvofandi lausafjárvanda. Að sögn forstjórans hafði fyrirtækið leitað úrræða til að bregðast við þessu um nokkra hríð áður en leitað var til ríkissjóðs, en stærstu hluthafar Farice eru Landsvirkjun, Arion banki og íslenska ríkið. Eftir að ríkissjóður afstýrði því að lánasamningar fyrirtækisins kæmust í uppnám með greiðslu afborgunar upp á 226,5 milljónir króna gerðu ríkissjóður og Farice þjónustusamning til fimm ára til að tryggja netsamband við útlönd. Á þessu ári verða útgjöld ríkisins 355 milljónir króna vegna þessa samnings.Aldrei tæknileg hætta á sambandsrofi að sögn forstjórans Var netsamband við útlönd í hættu? „Nei það var aldrei í hættu. Það var aldrei nein tæknileg hætta á því að sambandið myndi rofna," segir Ómar Benediktsson, forstjóri Farice.Hluti af innviðum samfélagsins Ef þið hefðuð ekki staðið í skilum með þetta lán, hvað hefði þá gerst? „Það er ekki alveg skýrt. Við hefðum kannski fundið aðrar leiðir, en þetta lá beinast við (gerð þjónustusamnings innsk.blm). Það eru miklir hagsmunir lands og þjóðar að þetta samband sé uppi og ríkissjóður er í ábyrgð fyrir þessu láni," segir Ómar. „Þetta er hluti af innviðum samfélagsins, fjarskipta- og tölvusambandið við útlönd og það væri áfall og álitshnekkir og gerði ekkert nema tjón og skaða að láta þetta fyrirtæki lenda í vandræðum með afborganir. Við erum búin að endurfjármagna það og leggja því til eigið fé og núna er verið að styðja við það með þessum þjónustusamningi og tryggja þar með almannahagsmunina, að þessi sambönd séu til staðar og við lendum ekki í neinum vandræðum með þau," segir Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra. thorbjorn@stod2.is
Tengdar fréttir Ríkissjóður bjargaði Farice til þess að tryggja netsamband við útlönd Ríkissjóður þurfti að koma Farice ehf. til bjargar fyrr í þessum mánuði til að tryggja netsamband við útlönd. Fyrirtækið, sem rekur tvo sæstrengi milli Íslands og Evrópu, gat ekki staðið í skilum með 226 milljóna króna afborgun af láni. Ríkið hefur nú gert þjónustusamning við Farice á grundvelli almannahagsmuna. 17. apríl 2012 12:08 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Ríkissjóður bjargaði Farice til þess að tryggja netsamband við útlönd Ríkissjóður þurfti að koma Farice ehf. til bjargar fyrr í þessum mánuði til að tryggja netsamband við útlönd. Fyrirtækið, sem rekur tvo sæstrengi milli Íslands og Evrópu, gat ekki staðið í skilum með 226 milljóna króna afborgun af láni. Ríkið hefur nú gert þjónustusamning við Farice á grundvelli almannahagsmuna. 17. apríl 2012 12:08