Vísar því á bug að netsamband Íslands við umheiminn hafi verið í hættu Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. apríl 2012 20:15 Forstjóri Farice vísar því á bug að netsamband við umheiminn hafi verið hættu vegna lausafjárvanda fyrirtækisins. Ríkissjóður þurfti að greiða afborgun af láni Farice upp á þriðja hundrað milljónir króna fyrr í þessum mánuði þar sem fyrirtækið átti ekkert laust fé. Fyrr í þessum mánuði átti Farice ekki laust fé til að greiða afborgun á láni upp á 226,5 milljónir króna. Ríkissjóður þurfti því að hlaupa undir bagga og standa straum af greiðslunni, en það var Morgunblaðið í dag sem greindi frá þessu. Lausafjárvandræði fyrirtækisins áttu hins vegar ekki að koma neinum á óvart sem fylgst hafði með starfsemi þess því í ársreikningi Farice fyrir árið 2010 var sérstaklega varað við yfirvofandi lausafjárvanda. Að sögn forstjórans hafði fyrirtækið leitað úrræða til að bregðast við þessu um nokkra hríð áður en leitað var til ríkissjóðs, en stærstu hluthafar Farice eru Landsvirkjun, Arion banki og íslenska ríkið. Eftir að ríkissjóður afstýrði því að lánasamningar fyrirtækisins kæmust í uppnám með greiðslu afborgunar upp á 226,5 milljónir króna gerðu ríkissjóður og Farice þjónustusamning til fimm ára til að tryggja netsamband við útlönd. Á þessu ári verða útgjöld ríkisins 355 milljónir króna vegna þessa samnings.Aldrei tæknileg hætta á sambandsrofi að sögn forstjórans Var netsamband við útlönd í hættu? „Nei það var aldrei í hættu. Það var aldrei nein tæknileg hætta á því að sambandið myndi rofna," segir Ómar Benediktsson, forstjóri Farice.Hluti af innviðum samfélagsins Ef þið hefðuð ekki staðið í skilum með þetta lán, hvað hefði þá gerst? „Það er ekki alveg skýrt. Við hefðum kannski fundið aðrar leiðir, en þetta lá beinast við (gerð þjónustusamnings innsk.blm). Það eru miklir hagsmunir lands og þjóðar að þetta samband sé uppi og ríkissjóður er í ábyrgð fyrir þessu láni," segir Ómar. „Þetta er hluti af innviðum samfélagsins, fjarskipta- og tölvusambandið við útlönd og það væri áfall og álitshnekkir og gerði ekkert nema tjón og skaða að láta þetta fyrirtæki lenda í vandræðum með afborganir. Við erum búin að endurfjármagna það og leggja því til eigið fé og núna er verið að styðja við það með þessum þjónustusamningi og tryggja þar með almannahagsmunina, að þessi sambönd séu til staðar og við lendum ekki í neinum vandræðum með þau," segir Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra. thorbjorn@stod2.is Tengdar fréttir Ríkissjóður bjargaði Farice til þess að tryggja netsamband við útlönd Ríkissjóður þurfti að koma Farice ehf. til bjargar fyrr í þessum mánuði til að tryggja netsamband við útlönd. Fyrirtækið, sem rekur tvo sæstrengi milli Íslands og Evrópu, gat ekki staðið í skilum með 226 milljóna króna afborgun af láni. Ríkið hefur nú gert þjónustusamning við Farice á grundvelli almannahagsmuna. 17. apríl 2012 12:08 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Fleiri fréttir „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra Sjá meira
Forstjóri Farice vísar því á bug að netsamband við umheiminn hafi verið hættu vegna lausafjárvanda fyrirtækisins. Ríkissjóður þurfti að greiða afborgun af láni Farice upp á þriðja hundrað milljónir króna fyrr í þessum mánuði þar sem fyrirtækið átti ekkert laust fé. Fyrr í þessum mánuði átti Farice ekki laust fé til að greiða afborgun á láni upp á 226,5 milljónir króna. Ríkissjóður þurfti því að hlaupa undir bagga og standa straum af greiðslunni, en það var Morgunblaðið í dag sem greindi frá þessu. Lausafjárvandræði fyrirtækisins áttu hins vegar ekki að koma neinum á óvart sem fylgst hafði með starfsemi þess því í ársreikningi Farice fyrir árið 2010 var sérstaklega varað við yfirvofandi lausafjárvanda. Að sögn forstjórans hafði fyrirtækið leitað úrræða til að bregðast við þessu um nokkra hríð áður en leitað var til ríkissjóðs, en stærstu hluthafar Farice eru Landsvirkjun, Arion banki og íslenska ríkið. Eftir að ríkissjóður afstýrði því að lánasamningar fyrirtækisins kæmust í uppnám með greiðslu afborgunar upp á 226,5 milljónir króna gerðu ríkissjóður og Farice þjónustusamning til fimm ára til að tryggja netsamband við útlönd. Á þessu ári verða útgjöld ríkisins 355 milljónir króna vegna þessa samnings.Aldrei tæknileg hætta á sambandsrofi að sögn forstjórans Var netsamband við útlönd í hættu? „Nei það var aldrei í hættu. Það var aldrei nein tæknileg hætta á því að sambandið myndi rofna," segir Ómar Benediktsson, forstjóri Farice.Hluti af innviðum samfélagsins Ef þið hefðuð ekki staðið í skilum með þetta lán, hvað hefði þá gerst? „Það er ekki alveg skýrt. Við hefðum kannski fundið aðrar leiðir, en þetta lá beinast við (gerð þjónustusamnings innsk.blm). Það eru miklir hagsmunir lands og þjóðar að þetta samband sé uppi og ríkissjóður er í ábyrgð fyrir þessu láni," segir Ómar. „Þetta er hluti af innviðum samfélagsins, fjarskipta- og tölvusambandið við útlönd og það væri áfall og álitshnekkir og gerði ekkert nema tjón og skaða að láta þetta fyrirtæki lenda í vandræðum með afborganir. Við erum búin að endurfjármagna það og leggja því til eigið fé og núna er verið að styðja við það með þessum þjónustusamningi og tryggja þar með almannahagsmunina, að þessi sambönd séu til staðar og við lendum ekki í neinum vandræðum með þau," segir Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra. thorbjorn@stod2.is
Tengdar fréttir Ríkissjóður bjargaði Farice til þess að tryggja netsamband við útlönd Ríkissjóður þurfti að koma Farice ehf. til bjargar fyrr í þessum mánuði til að tryggja netsamband við útlönd. Fyrirtækið, sem rekur tvo sæstrengi milli Íslands og Evrópu, gat ekki staðið í skilum með 226 milljóna króna afborgun af láni. Ríkið hefur nú gert þjónustusamning við Farice á grundvelli almannahagsmuna. 17. apríl 2012 12:08 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Fleiri fréttir „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra Sjá meira
Ríkissjóður bjargaði Farice til þess að tryggja netsamband við útlönd Ríkissjóður þurfti að koma Farice ehf. til bjargar fyrr í þessum mánuði til að tryggja netsamband við útlönd. Fyrirtækið, sem rekur tvo sæstrengi milli Íslands og Evrópu, gat ekki staðið í skilum með 226 milljóna króna afborgun af láni. Ríkið hefur nú gert þjónustusamning við Farice á grundvelli almannahagsmuna. 17. apríl 2012 12:08