Vísar því á bug að netsamband Íslands við umheiminn hafi verið í hættu Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. apríl 2012 20:15 Forstjóri Farice vísar því á bug að netsamband við umheiminn hafi verið hættu vegna lausafjárvanda fyrirtækisins. Ríkissjóður þurfti að greiða afborgun af láni Farice upp á þriðja hundrað milljónir króna fyrr í þessum mánuði þar sem fyrirtækið átti ekkert laust fé. Fyrr í þessum mánuði átti Farice ekki laust fé til að greiða afborgun á láni upp á 226,5 milljónir króna. Ríkissjóður þurfti því að hlaupa undir bagga og standa straum af greiðslunni, en það var Morgunblaðið í dag sem greindi frá þessu. Lausafjárvandræði fyrirtækisins áttu hins vegar ekki að koma neinum á óvart sem fylgst hafði með starfsemi þess því í ársreikningi Farice fyrir árið 2010 var sérstaklega varað við yfirvofandi lausafjárvanda. Að sögn forstjórans hafði fyrirtækið leitað úrræða til að bregðast við þessu um nokkra hríð áður en leitað var til ríkissjóðs, en stærstu hluthafar Farice eru Landsvirkjun, Arion banki og íslenska ríkið. Eftir að ríkissjóður afstýrði því að lánasamningar fyrirtækisins kæmust í uppnám með greiðslu afborgunar upp á 226,5 milljónir króna gerðu ríkissjóður og Farice þjónustusamning til fimm ára til að tryggja netsamband við útlönd. Á þessu ári verða útgjöld ríkisins 355 milljónir króna vegna þessa samnings.Aldrei tæknileg hætta á sambandsrofi að sögn forstjórans Var netsamband við útlönd í hættu? „Nei það var aldrei í hættu. Það var aldrei nein tæknileg hætta á því að sambandið myndi rofna," segir Ómar Benediktsson, forstjóri Farice.Hluti af innviðum samfélagsins Ef þið hefðuð ekki staðið í skilum með þetta lán, hvað hefði þá gerst? „Það er ekki alveg skýrt. Við hefðum kannski fundið aðrar leiðir, en þetta lá beinast við (gerð þjónustusamnings innsk.blm). Það eru miklir hagsmunir lands og þjóðar að þetta samband sé uppi og ríkissjóður er í ábyrgð fyrir þessu láni," segir Ómar. „Þetta er hluti af innviðum samfélagsins, fjarskipta- og tölvusambandið við útlönd og það væri áfall og álitshnekkir og gerði ekkert nema tjón og skaða að láta þetta fyrirtæki lenda í vandræðum með afborganir. Við erum búin að endurfjármagna það og leggja því til eigið fé og núna er verið að styðja við það með þessum þjónustusamningi og tryggja þar með almannahagsmunina, að þessi sambönd séu til staðar og við lendum ekki í neinum vandræðum með þau," segir Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra. thorbjorn@stod2.is Tengdar fréttir Ríkissjóður bjargaði Farice til þess að tryggja netsamband við útlönd Ríkissjóður þurfti að koma Farice ehf. til bjargar fyrr í þessum mánuði til að tryggja netsamband við útlönd. Fyrirtækið, sem rekur tvo sæstrengi milli Íslands og Evrópu, gat ekki staðið í skilum með 226 milljóna króna afborgun af láni. Ríkið hefur nú gert þjónustusamning við Farice á grundvelli almannahagsmuna. 17. apríl 2012 12:08 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Sjá meira
Forstjóri Farice vísar því á bug að netsamband við umheiminn hafi verið hættu vegna lausafjárvanda fyrirtækisins. Ríkissjóður þurfti að greiða afborgun af láni Farice upp á þriðja hundrað milljónir króna fyrr í þessum mánuði þar sem fyrirtækið átti ekkert laust fé. Fyrr í þessum mánuði átti Farice ekki laust fé til að greiða afborgun á láni upp á 226,5 milljónir króna. Ríkissjóður þurfti því að hlaupa undir bagga og standa straum af greiðslunni, en það var Morgunblaðið í dag sem greindi frá þessu. Lausafjárvandræði fyrirtækisins áttu hins vegar ekki að koma neinum á óvart sem fylgst hafði með starfsemi þess því í ársreikningi Farice fyrir árið 2010 var sérstaklega varað við yfirvofandi lausafjárvanda. Að sögn forstjórans hafði fyrirtækið leitað úrræða til að bregðast við þessu um nokkra hríð áður en leitað var til ríkissjóðs, en stærstu hluthafar Farice eru Landsvirkjun, Arion banki og íslenska ríkið. Eftir að ríkissjóður afstýrði því að lánasamningar fyrirtækisins kæmust í uppnám með greiðslu afborgunar upp á 226,5 milljónir króna gerðu ríkissjóður og Farice þjónustusamning til fimm ára til að tryggja netsamband við útlönd. Á þessu ári verða útgjöld ríkisins 355 milljónir króna vegna þessa samnings.Aldrei tæknileg hætta á sambandsrofi að sögn forstjórans Var netsamband við útlönd í hættu? „Nei það var aldrei í hættu. Það var aldrei nein tæknileg hætta á því að sambandið myndi rofna," segir Ómar Benediktsson, forstjóri Farice.Hluti af innviðum samfélagsins Ef þið hefðuð ekki staðið í skilum með þetta lán, hvað hefði þá gerst? „Það er ekki alveg skýrt. Við hefðum kannski fundið aðrar leiðir, en þetta lá beinast við (gerð þjónustusamnings innsk.blm). Það eru miklir hagsmunir lands og þjóðar að þetta samband sé uppi og ríkissjóður er í ábyrgð fyrir þessu láni," segir Ómar. „Þetta er hluti af innviðum samfélagsins, fjarskipta- og tölvusambandið við útlönd og það væri áfall og álitshnekkir og gerði ekkert nema tjón og skaða að láta þetta fyrirtæki lenda í vandræðum með afborganir. Við erum búin að endurfjármagna það og leggja því til eigið fé og núna er verið að styðja við það með þessum þjónustusamningi og tryggja þar með almannahagsmunina, að þessi sambönd séu til staðar og við lendum ekki í neinum vandræðum með þau," segir Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra. thorbjorn@stod2.is
Tengdar fréttir Ríkissjóður bjargaði Farice til þess að tryggja netsamband við útlönd Ríkissjóður þurfti að koma Farice ehf. til bjargar fyrr í þessum mánuði til að tryggja netsamband við útlönd. Fyrirtækið, sem rekur tvo sæstrengi milli Íslands og Evrópu, gat ekki staðið í skilum með 226 milljóna króna afborgun af láni. Ríkið hefur nú gert þjónustusamning við Farice á grundvelli almannahagsmuna. 17. apríl 2012 12:08 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Sjá meira
Ríkissjóður bjargaði Farice til þess að tryggja netsamband við útlönd Ríkissjóður þurfti að koma Farice ehf. til bjargar fyrr í þessum mánuði til að tryggja netsamband við útlönd. Fyrirtækið, sem rekur tvo sæstrengi milli Íslands og Evrópu, gat ekki staðið í skilum með 226 milljóna króna afborgun af láni. Ríkið hefur nú gert þjónustusamning við Farice á grundvelli almannahagsmuna. 17. apríl 2012 12:08