Innlent

Stal ítrekað númerplötum og bensíni

Rétt rúmlega tvítugur karlmaður var í dag dæmdur í 12 mánaða óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir fjölmörg afbrot árið 2008. Maðurinn var dæmdur í Madríd á Spáni í sex ára fangelsi fyrir tveimur árum síðan þegar hann, ásamt konu, reyndi að smygla rúmlega fimm kílóum af kókaíni til landsins. Hann afplánar þann dóm hér á landi.

Nú var maðurinn ákærður fyrir fjölmörg þjófnaðarbrot, meðal annars stundaði maðurinn að stela skráningarmerkjum af bílum og setja á aðrar bifreiðar. Því næst stal hann bensíni af bensínstöðvum. Þá var hann einnig dæmdur fyrir innbrot og nytjastuld.

Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að í ljósi ungs aldurs mannsins þegar hann framdi afbrotin, en þá var hann á nítjánda aldursári, auk þess sem hann játaði brot sín skýlaust, þá væri árs fangelsi hæfilega þungur dómur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×