Innlent

Fjögurra milljarða fjárfesting

Samskip hafa keypt Arnarfell og Helgafell. Síðarnefnda skipið sést hér á mynd.
Samskip hafa keypt Arnarfell og Helgafell. Síðarnefnda skipið sést hér á mynd. FRéttablaðið/Anton
Samskip hafa fest kaup á flutningaskipunum Arnarfelli og Helgarfelli fyrir tæpa fjóra milljarða króna.

Í tilkynningu frá Samskipum segir að fyrirtækið hafi haft skipin tvö á leigu frá því að þau voru smíðuð árið 2005.

Skipin eru systurskip, sérhönnuð fyrir Samskip, og sigla milli Íslands og meginlands Evrópu.

„Skipaverð er hagstætt þessi misserin á heimsmarkaði og það skapaðist áhugavert kauptækifæri sem við gripum,“ segir Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa, í tilkynningunni. - þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×