Enski boltinn

Fellaini vill að Everton opni veskið

Fellaini í leiknum helgina.
Fellaini í leiknum helgina.
Marouane Fellaini, leikmaður Everton, hefur skorað á stjórn félagsins að rífa upp veskið og styrkja liðið almennilega í sumar.

Everton komst í undanúrslit bikarkeppninnar en varð að lúta í lægra haldi gegn Liverpool um helgina.

Fellaini efast ekki um að það verði að styrkja liðið til þess að það geti tekið næsta skref fram á við og farið að keppa um titla af alvöru.

"Það væri frábært að fá liðsstyrk. Það myndi gera okkur samkeppnishæfa af alvöru. Vonandi getur stjórnarformaðurinn losað um veskið í sumar," sagði Fellaini.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×