Innlent

Fórst Íslendingur með Titanic?

Í ár eru liðin 100 ár síðan Titanic sökk.
Í ár eru liðin 100 ár síðan Titanic sökk.
Svo gæti verið að Íslendingur hafi farist með farþegaskipinu Titanic árið 1912. Þetta segir Ólafur Hannibalsson, sem vinnur að ritun Djúpmannatals.

Í samtali við fréttastofu segir Ólafur að í stýrimannatali, sem er skrá yfir alla þá sem hafa útskrifast sem stýrimenn hér heima og erlendis, komi fram að Íslendingurinn Bjarni Guðmundur Ásgeirsson hafi farist með skipinu.

„Í stýrimannatalinu koma þessar tvær línur. Það er að segja fæðingardagur og dánardagur, sem er sá sami og þegar Titanic fórst, 15. apríl 1912. Og svo að hann hafi farið ungur í siglingar, verið lærður stýrimaður, skipstjóri og indíafari og farist með Titanic. Einhverntíman hefur einhver vitað þetta og slegið þessu föstu. Ég rak augun í þetta og fannst ástæða til að halda þessu á lofti. " segir Ólafur.

Ólafur vinnur nú að því að leita upplýsinga hjá hugsanlegum ættingjum Bjarna um afdrif hans. „Ef að þeir kynnu að vita eitthvað meira um hans feril, þetta er maður einhleypur, hann er 41 árs þegar hann ferst þarna," segir Ólafur.

Nafn Bjarna er hvergi að finna á þeim listum sem fórust með skipinu á internetinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×