Innlent

Þúsund manns mótmæltu sameiningu skóla í Grafarvogi

Jón Gnarr, borgarstjóri, tók í dag við ríflega eitt þúsund undirskriftum frá foreldrum í Grafarvogi þar sem mótmælt er sameiningu unglingadeilda Hamra- og Húsaskóla við Foldaskóla.

Fulltrúar foreldra sem afhentu Jóni listann gáfu honum einnig friðarlilju að gjöf. Á heimasíðu Reykjavíkurborgar segir að auk borgarstjóra hafi þau Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, Oddný Sturludóttir, formaður skóla- og frístundaráðs og Óttarr Proppé, borgarfulltrúi verið viðstödd afhendingu undirfskriftalistanna.

Borgarstjóri bauð síðan hópnum á fund á skrifstofu borgarstjóra þar sem farið var ýtarlega yfir málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×