Innlent

Ný meðferð við blöðruhálskrabbameini vekur athygli

Eiríkur Jónsson, yfirlæknir á þvagfæraskurðlækningadeild LSH, var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann ræddi við þáttastjórnendur um blöðruhálskirtilkrabbamein og nýja aðferð við meðhöndlun sjúkdómsins.

Breska ríkisútvarpið greindi frá því í dag að vísindamenn hafi þróað byltingarkennda aðferð við meðhöndlun krabbameins í blöðruhálsi. Aðferðin er sögð vera hættuminni en hefðbundnar krabbameinsmeðferðir og bíður upp á nákvæmari meðhöndlun sjúkdómsins.

„Þessi aðferð er nýtt vopn í búrið," sagði Eiríkur. „Hægt er að nota hana til að meðhöndla staðbundið krabbamein í blöðruhálsi. Hefðbundin aðferð við að uppræta meinið fellst í geislameðferð eða beinlínis skurðaðgerð. Þessi nýja meðferð byggir á því að hljóðbylgjur eru notaðar til að hita hluta kirtilsins."

Eiríkur bendir á að þessi nýja aðferð bjóði upp á nýstárlega möguleika. Þannig sé hægt að einblína á ákveðin svæði blöðruhálskirtilsins og um leið er hægt að greina nákvæmlega hvar krabbameinið er í líffærinu.

Eiríkur ræddi um hinar ýmsu hliðar blöðruhálskrabbameins, þar á meðal um forvarnir gegn sjúkdóminum. Hægt er að hlusta á ítarlegt viðtal við Eirík hér fyrir ofan.

Áhugasamir geta einnig nálgast frétt BBC um hljóðbylgju-aðferðina hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×