Innlent

Nýr Börkur til Neskaupstaðar

Í gær var unnið að því að búa Börk NK á loðnuveiðar en stutt er á miðin frá heimahöfn þessa dagana.
Í gær var unnið að því að búa Börk NK á loðnuveiðar en stutt er á miðin frá heimahöfn þessa dagana. mynd/kristín svanhvít hávarðsdóttir
Síldarvinnslan hf. á Neskaupstað hefur bætt glæsilegu skipi við fiskiskipaflotann með kaupum á fjölveiðiskipinu Torbas frá Noregi. Skipið ber nafnið Börkur NK.

Skipið er smíðað í Noregi árið 2000. Það er vel útbúið til bæði troll- og nótaveiða og ber um 1.850 tonn. Skipið leysir gamla Börk NK-122 af hólmi sem mun klára yfirstandandi verkefni á loðnuvertíðinni, en þá undir nafninu Birtingur sem er rótgróið í útgerð á Neskaupstað.

Skipið var einnig smíðað í Noregi árið 1968, nánar tiltekið í Þrándheimi, var keypt til Íslands árið 1973 og er því 44 ára gamalt.

Á vef LÍÚ er haft eftir Gunnþóri Ingvasyni, framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar hf., að gamli Börkur hafi fært um 1,5 milljónir tonna að landi á þeim tíma sem skipið hefur verið í eigu félagsins. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×