Innlent

Listamannalaunin - 217 af 639 fengu úthlutað

Steinar Bragi Guðmundsson
Steinar Bragi Guðmundsson
Úthlutunarnefndir listamannalauna hafa lokið störfum vegna úthlutunar listamannalauna fyrir árið 2012. Alls bárust 639 umsóknir frá einstaklingum og hópum. Af þeim fengu 217 úthlutað úr launsjóðum.

Til úthlutunar voru 1.600 mánaðarlaun. Samkvæmt fjárlögum 2012 eru mánaðarlaunin 291.649 krónur.

Launasjóði rithöfunda bárust 157 umsóknir. Á meðal þeirra sem fengu úthlutað voru barnabókahöfundurinn Kristín Steinsdóttir og rithöfundurinn Steinar Bragi Guðmundsson - bæði fá greidd listamannalaun næstu tvö árin.

Þá fengu 14 rithöfundar greidd listamannalaun í eitt ár. Þar á meðal eru Þórarinn Kr. Eldjárn, Sigurður Pálsson, Hallgrímur Helgason og Guðrún Eva Mínervudóttir ásamt Gyrði Elíassyni en hann hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs á síðasta ári.

Einnig fær Andri Snær Magnason úthlutað úr launasjóði rithöfunda næstu 12 mánuðina.

Þá fá fjórir tónlistarflytjendur listamannalaun í eitt ár. Þar á meðal eru Davíð Þór Jónsson og píanóleikarinn Nína Margrét Grímsdóttir.

Gunnar Lárus Hjálmarsson, einnig þekktur sem Dr. Gunni, fær 3 mánuði úthlutað úr launasjóði tónskálda.

Tólf Leiklistarhópar fá einnig úthlutað. Þar á meðal er leikfélagið Vesturport en hópurinn 20 mánuði úthlutað úr sjóðnum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×