Innlent

Fáum einungis 12 prósent af hverri greiðslu í lífeyrissjóð

Vilhjálmur Birgisson er formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Vilhjálmur Birgisson er formaður Verkalýðsfélags Akraness. mynd/365
Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélagi Akraness, segir að 742 milljarða vanti inn í lífeyrissjóðakerfið.

Í viðtali við þáttinn Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag sagði Vilhjálmur að af hverju 10 þúsund króna framlagi, sem launþegi leggur inn í lífeyrissjóð, sé hann einungis að ávinna sér 1229 krónur.

Hann segir að 88 prósent af 10 þúsund krónum fari í svokallaða samtryggingu og í rekstur sjóðsins.

„Þetta eru blákaldar staðreyndir," sagði Vilhjálmur í samtali við Reykjavík síðdegis.

Hægt er að hlusta á viðtalið við Vilhjálm með því að smella á hlekkinn hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×