Augnlokin frusu saman í kuldanum 8. febrúar 2012 09:00 Frostið í Svíþjóð fór niður í 39 stig á Celsíus um helgina og þá frusu augnlokin á Hallberu næstum því saman. Mynd/úr einkasafni „Það er búið að vera alveg ógeðslega kalt eða gusåkalt eins og Svíarnir segja alltaf,“ segir Hallbera Guðný Gísladóttir, landsliðskona í fótbolta sem nýverið gerðist atvinnumaður með sænska liðinu Piteå í Svíþjóð. Gríðarlegur kuldi hefur verið í Evrópu undanfarna daga og þar á meðal í Piteå sem er í norðurhluta Svíþjóðar. „Við æfum sem betur fer inni en við fórum um helgina í bæinn Storforsa og ætluðum að fara á gönguskíði. En þar sem mælirinn sýndi 39 gráðu frost á laugardeginum þurftum við að halda okkur innandyra. Daginn eftir var aðeins hlýrra eða 30 stiga frost. Þá fórum við í göngutúr og ég var í föðurlandi, þrennum buxum, tveimur flíspeysum, dúnúlpu, lopasokkum og í öllum græjum en samt var ég að frjósa,“ segir Hallbera hlæjandi. „Mér var samt aðallega kalt í andlitinu og eftir korters göngu úti byrjuðu augun eiginlega að límast saman því að augnhárin voru komin með svona ískrap.“ Hallbera er nýkomin til Piteå en hefur ekki náð að skoða bæinn sem skyldi vegna kuldans. „Ég fer ekkert mikið út í þessum kulda, rétt hleyp út í súpermarkaðinn til þess að kaupa í matinn en það sem er samt gott við þetta veður er að oftast er alveg logn og sól, bara dáldið mikið kaldara en maður á að venjast,“ segir Hallbera sem bíður eftir sendingu sem á eftir að koma að góðum notum. „Á morgun fer ég á pósthúsið að sækja lopapeysu sem mamma var að senda mér í póstinum,“ segir Hallbera Guðný en um 20 stiga frost var í Piteå í gær.- kh Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
„Það er búið að vera alveg ógeðslega kalt eða gusåkalt eins og Svíarnir segja alltaf,“ segir Hallbera Guðný Gísladóttir, landsliðskona í fótbolta sem nýverið gerðist atvinnumaður með sænska liðinu Piteå í Svíþjóð. Gríðarlegur kuldi hefur verið í Evrópu undanfarna daga og þar á meðal í Piteå sem er í norðurhluta Svíþjóðar. „Við æfum sem betur fer inni en við fórum um helgina í bæinn Storforsa og ætluðum að fara á gönguskíði. En þar sem mælirinn sýndi 39 gráðu frost á laugardeginum þurftum við að halda okkur innandyra. Daginn eftir var aðeins hlýrra eða 30 stiga frost. Þá fórum við í göngutúr og ég var í föðurlandi, þrennum buxum, tveimur flíspeysum, dúnúlpu, lopasokkum og í öllum græjum en samt var ég að frjósa,“ segir Hallbera hlæjandi. „Mér var samt aðallega kalt í andlitinu og eftir korters göngu úti byrjuðu augun eiginlega að límast saman því að augnhárin voru komin með svona ískrap.“ Hallbera er nýkomin til Piteå en hefur ekki náð að skoða bæinn sem skyldi vegna kuldans. „Ég fer ekkert mikið út í þessum kulda, rétt hleyp út í súpermarkaðinn til þess að kaupa í matinn en það sem er samt gott við þetta veður er að oftast er alveg logn og sól, bara dáldið mikið kaldara en maður á að venjast,“ segir Hallbera sem bíður eftir sendingu sem á eftir að koma að góðum notum. „Á morgun fer ég á pósthúsið að sækja lopapeysu sem mamma var að senda mér í póstinum,“ segir Hallbera Guðný en um 20 stiga frost var í Piteå í gær.- kh
Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent