Sænski rithöfundurinn Jonas Jonasson, sem skrifaði metsölubókina Gamlinginn sem skreið út um gluggann má vel við una á íslenskum sölulistum en bók hans er enn þá sú mest selda í Eymundsson vikuna 25. janúar til 31. janúar.
Það er óhætt að segja að bókin hafi farið sigurför hér á landi eftir að hún kom út síðasta haust. Það er svo Jo Nesbö sem situr í öðru sætinu með bók sína Hausaveiðarann. Reyndar hefur samnefnd kvikmynd eftir bókinni einnig gengið feykilega vel.
Guðrún Eva Mínervudóttur ætlar svo að hagnast á íslensku bókmenntaverðlaununum en bók hennar, Allt með kossi vekur, var þriðja mest selda bókin í Eymundsson.
Næst á eftir henni kemur svo Dauðinn í Dumbshafi eftir Magnús Þór Hafsteinsson. Það er svo metsöluhöfundurinn Yrsa Sigurðardóttir sem situr í fimmta sætinu með bók sína, Brakið.

