Innlent

Björguðu fólki í flotbúningum með hjálp nætursjónaukans

Landhelgisgæslan hélt á dögunum æfingu í Patreksfirði um miðja nótt þar sem fólk í flotbúningum kastaði sér útbyrðis úr bátum út í ískaldan sjóinn. Þyrla gæslunnar flaug síðan yfir fjörðinn, fann fólkið með hjálp nætursjónauka og bjargaði því um borð.

Ísland í dag fékk að fylgjast með æfingunni og það sem meira er, Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir dagskrárgerðarmaður var meðal þeirra sem tók þátt í æfingunni. Herlegheitin verða sýnd í þættinum í kvöld en Sigríður var með myndavél á höfðinu til að festa allan hamaganginn á filmu.

Æfingin var haldin í tilefni þess að tíu ár eru síðan Landhelgisgæslan fékk nætursjónauka. Ísland í dag er í opinni dagskrá á Stöð 2 og hér á Vísi klukkan 18.54.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×