Innlent

Ráðherra fundar um sprengju

Sérsveit lögreglunnar sendi sérfræðing og vélmenni á staðinn til að meðhöndla sprengjuna og setja hana af stað.
Sérsveit lögreglunnar sendi sérfræðing og vélmenni á staðinn til að meðhöndla sprengjuna og setja hana af stað. Fréttablaðið/Gva
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra mun funda með ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum í Reykjavík í næstu viku vegna sprengjutilræðisins nærri Stjórnarráðinu. Enn hefur enginn verið handtekinn vegna málsins en nú er liðin meira en vika síðan atvikið átti sér stað.

Ögmundur vildi ekki tjá sig efnislega um málið fyrr en fundurinn er afstaðinn, en verið er að skoða hvers vegna það tók lögreglu um tvo klukkutíma að bregðast við þegar hringt var og tilkynnt um sprengjuna.

Lögreglan hefur lýst eftir þéttvöxnum, þunglamalegum manni á miðjum aldri vegna málsins. Talið er að hann hafi verið á svæðinu þegar sprengjan sprakk. Maðurinn náðist á öryggismyndavél og var klæddur í víðar, bláar gallabuxur, dökka úlpu og hettupeysu.

Vitni sá til mannsins þar sem hann hljóp upp í hvítan bíl af gerðinni Renault Kangoo og keyrði í burtu. Samkvæmt upplýsingum frá Umferðarstofu eru 759 slíkir bílar skráðir hér á landi.

- sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×