Innlent

Barnabílstóll innkallaður - Herdís uggandi vegna málsins

Bílstóllinn umræddi.
Bílstóllinn umræddi.
Nýlega innkallaði Rúmfatalagerinn inn barnabílstól. Neytandastofa og Rúmfatalagerinn hafa staðið að innkölluninni eins og lög gera ráð fyrir.

„Það sem er alvarlegt í þessu máli er það að umræddur búnaður er vottaður og ber öll vottunarmerki en við nánari athugun á honum kemur í ljós að hann uppfyllir ekki gildandi staðla sem liggja að baki vottunar," segir Herdís L. Storgaard, Verkefnastjóri Árvekni – Slysavarnir barna og unglinga, í tilkynningu sem hún sendi á fjölmiðla.

Málið hefur verið tilkynnt stjórnvöldum í Evrópu að hennar sögn.

Búið er að selja 20 stóla en ekki er vitað að svo stöddu hversu margir hafa skilað vörunni inn.

Herdís segist hafa miklar áhyggjur af málinu enda er um að ræða falskt öryggi barna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×