Innlent

Reyndu að stela flöskum og dósum frá björgunarsveit

Lögreglan á Selfossi handtók tvo unga karlmenn á bakvið nýju björgunarmiðstöðina við Árveg, þar sem þeir voru að stela tómum flöskum og dósum, sem björgunarsveitin hefur safnað sér til fjáröflunar.

Það voru sjúkraflutningamenn sem sáu til mannanna og létu lögreglu vita. Hún fór gangandi í þetta útkall, þar sem lögreglustöðin er hinumegin við Árveginn, gengt björgunarmiðstöðinni, og handtók mennina á vettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×