Enski boltinn

Lineker: Beckham á ekki skilið að vera valinn í Ólympíuliðið

Gary Lineker, fyrrum leikmaður enska landsliðsins og núverandi knattspyrnuspekingur, er á því að David Beckham eigi ekki skilið sæti í breska Ólympíuliðinu. Beckham kemur til greina sem einn af eldri leikmönnum liðsins en velja má þrjá leikmenn sem eru eldri en 23 ára.

"Ef það á að velja þá þrjá bestu sem eru í boði þá er Beckham ekki einn þeirra," sagði Lineker en búið er að velja hvorki meira né minna en 80 manna hóp sem kemur til greina í liðið.

Beckham verður 37 ára í sumar en hefur engu að síður spilað vel í Bandaríkjunum og mörgum finnst hann eiga skilið sæti í liðinu.

"Ef það á aftur á móti að þakka Beckham fyrir hans þátt í að fá leikana til London þá lítur málið allt öðruvísi út. Ég myndi samt velja þá þrjá bestu sem eru í boði."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×