Vill reglur um aðgang allra að landsleikjum 20. apríl 2012 09:30 Stöð 2 sport sýndi frá heimsmeistaramótinu í handknattleik í fyrra, þar sem Ísland var þátttakandi.Fréttablaðið/valli „Mér finnst eins og mörgum öðrum að það sé alls óviðunandi þegar stórviðburðir eiga sér stað og eru í beinum útsendingum, hvort sem það er menning, listir eða íþróttaviðburðir, þá skuli sú staða koma upp ítrekað að það er boðið upp á þetta í læstri dagskrá," segir alþingismaðurinn Lúðvík Geirsson, sem hefur innt Katrínu Jakobsdóttur menntamálaráðherra eftir því með skriflegri fyrirspurn á þingi hvort til standi að koma í veg fyrir þetta hvað íþróttirnar varðar. Fyrirspurn Lúðvíks, sem lögð var fram í vikunni, snýr að landsleikjum í íþróttum. Hann spyr Katrínu um skoðun hennar á því að landsleikir í vinsælum íþróttagreinum séu stundum í læstri dagskrá og hvort bregðast megi við. „Víða erlendis er tryggt í lögum að slíkir viðburðir skuli vera opnir. Í fjölmiðlalögunum sem voru samþykkt fyrir ári síðan er í 48. grein heimild fyrir ráðherra að setja reglugerð og tilgreina sérstaklega þá viðburði sem eigi að vera í opinni dagskrá," segir Lúðvík. „Ég finn að það eru mjög sterk viðbrögð. Fólk hefur auðvitað sterkar skoðanir á þessu," segir hann. Hann nefnir að Stöð 2 hafi keypt sýningarrétt að mótum þar sem Íslendingar eru þátttakendur og sýnt leikina í lokaðri dagskrá. „Það er eitt að geta sótt sér tekjur í kostun og auglýsingasölu við svona vinsæla viðburði, annað er að hafa dagskrána lokaða og það geti enginn horft nema hann kaupi sér sérstaka áskrift," segir Lúðvík. Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, segir að hugmyndir sem þessar slái hann mjög illa. „Ég teldi algjörlega fráleitt af menntamálaráðherra að beita þessari lagaheimild við þær aðstæður sem hér eru á sjónvarpsmarkaði," segir hann. Ari bendir á að hér sé ríkisfjölmiðill á auglýsingamarkaði, sem sé ólíkt því sem tíðkist í nágrannalöndum okkar. Það séu því ósannindi og blekkingar sem haldið hafi verið fram af fulltrúum menntamálaráðuneytisins að með slíkri reglusetningu hér yrði ástandið fært í sama horf og þar. Á íslenska markaðnum mundu reglur sem þessar hreinlega útiloka einkafyrirtæki frá því að sýna frá viðburðum af þessu tagi. „Mér finnst þessi fyrirspurn og þau viðhorf sem Lúðvík Geirsson hefur verið að setja fram afskaplega kaldar kveðjur frá fyrrverandi formanni blaðamannafélagsins til stærsta vinnustaðar virkra félagsmanna í því félagi, því að þetta væri auðvitað mikil atlaga að okkar fyrirtæki," bætir Ari við. stigur@frettabladid.is Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Sjá meira
„Mér finnst eins og mörgum öðrum að það sé alls óviðunandi þegar stórviðburðir eiga sér stað og eru í beinum útsendingum, hvort sem það er menning, listir eða íþróttaviðburðir, þá skuli sú staða koma upp ítrekað að það er boðið upp á þetta í læstri dagskrá," segir alþingismaðurinn Lúðvík Geirsson, sem hefur innt Katrínu Jakobsdóttur menntamálaráðherra eftir því með skriflegri fyrirspurn á þingi hvort til standi að koma í veg fyrir þetta hvað íþróttirnar varðar. Fyrirspurn Lúðvíks, sem lögð var fram í vikunni, snýr að landsleikjum í íþróttum. Hann spyr Katrínu um skoðun hennar á því að landsleikir í vinsælum íþróttagreinum séu stundum í læstri dagskrá og hvort bregðast megi við. „Víða erlendis er tryggt í lögum að slíkir viðburðir skuli vera opnir. Í fjölmiðlalögunum sem voru samþykkt fyrir ári síðan er í 48. grein heimild fyrir ráðherra að setja reglugerð og tilgreina sérstaklega þá viðburði sem eigi að vera í opinni dagskrá," segir Lúðvík. „Ég finn að það eru mjög sterk viðbrögð. Fólk hefur auðvitað sterkar skoðanir á þessu," segir hann. Hann nefnir að Stöð 2 hafi keypt sýningarrétt að mótum þar sem Íslendingar eru þátttakendur og sýnt leikina í lokaðri dagskrá. „Það er eitt að geta sótt sér tekjur í kostun og auglýsingasölu við svona vinsæla viðburði, annað er að hafa dagskrána lokaða og það geti enginn horft nema hann kaupi sér sérstaka áskrift," segir Lúðvík. Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, segir að hugmyndir sem þessar slái hann mjög illa. „Ég teldi algjörlega fráleitt af menntamálaráðherra að beita þessari lagaheimild við þær aðstæður sem hér eru á sjónvarpsmarkaði," segir hann. Ari bendir á að hér sé ríkisfjölmiðill á auglýsingamarkaði, sem sé ólíkt því sem tíðkist í nágrannalöndum okkar. Það séu því ósannindi og blekkingar sem haldið hafi verið fram af fulltrúum menntamálaráðuneytisins að með slíkri reglusetningu hér yrði ástandið fært í sama horf og þar. Á íslenska markaðnum mundu reglur sem þessar hreinlega útiloka einkafyrirtæki frá því að sýna frá viðburðum af þessu tagi. „Mér finnst þessi fyrirspurn og þau viðhorf sem Lúðvík Geirsson hefur verið að setja fram afskaplega kaldar kveðjur frá fyrrverandi formanni blaðamannafélagsins til stærsta vinnustaðar virkra félagsmanna í því félagi, því að þetta væri auðvitað mikil atlaga að okkar fyrirtæki," bætir Ari við. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Sjá meira