Enski boltinn

Ferguson búinn að ræða við Young um dýfurnar

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, er búinn að ræða við Ashley Young um dýfurnar umdeildu í síðustu leikjum sem hafa skapað Young litlar vinsældir í knattspyrnuheiminum.

Young er búinn að fiska víti tvo leiki í röð með dýfum og orðspor hans í deildinni hefur verið betra.

"Ég er búinn að ræða þetta við strákinn. Hann skilur hvað ég er að tala um og vonandi mun þetta spjall breyta einhverju," sagði Ferguson sem vildi að öðru leyti ekki ræða málið neitt frekar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×