Innlent

Áminntu Nesskel án ástæðu

Gögn voru ekki skráð og Nesskel fékk því áminningu að ástæðulausu.nordicphotos/getty
Gögn voru ekki skráð og Nesskel fékk því áminningu að ástæðulausu.nordicphotos/getty
Umhverfisstofnun hefur afturkallað áminningu sem var veitt Nesskel vegna tveggja frávika frá starfsleyfi fyrirtækisins. Áminningin var veitt þann 2. apríl á þeim forsendum að fyrirtækið hefði ekki sent stofnuninni staðfestingu eða áætlun um um úrbætur vegna frávikanna.

Kom í ljós að umrædd gögn voru send Umhverfisstofnun í tíma en voru ekki höfð til hliðsjónar við vinnslu málsins vegna mistaka við skráningu. Stofnunin hefur beðið Nesskel velvirðingar á mistökunum. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×