Enski boltinn

Hamburg vill fá Kuyt

Svo gæti farið að Hollendingurinn Dirk Kuyt yfirgefi herbúðir Liverpool í sumar. Fari svo er Hamburg eitt þeirra liða sem vill fá hann í sínar raðir. Kuyt hefur ekki átt fast sæti í liði Liverpool í vetur og þess vegna gæti hann freistast til þess að róa á önnur mið í sumar.

"Leikmaður eins og Kuyt gæti bætt miklu við hvaða lið sem er. Hann er liðsleikmaður með frábært hugarfar," sagði íþróttastjóri Hamburg, Frank Arnesen.

Umboðsmaður Kuyt segir að engar viðræður hafi átt sér stað við Hamburg né annað félag um vistaskipti í sumar.

Hinn 31 árs gamli Kuyt er samningsbundinn Liverpool til ársins 2013.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×