Samningar undirritaðir í Þjóðmenningarhúsinu 20. apríl 2012 17:35 Sex samningar og samkomulög voru undirrituð Þjóðmenningarhúsinu í dag, að viðstöddum forsætisráðherrum Íslands og Kína. Utanríkisráðherrar beggja ríkja undirrituðu Rammasamning ríkisstjórna Íslands og Kína um norðurslóðasamstarfs. Samningur hefur verið í vinnslu síðan Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, heimsótti starfsbróður sinn í Kína árið 2010. Samningurinn er grundvöllur að grundvöllu frekari samstarfssamninga á einstökum sviðum norðurslóðamála. Einnig ritaði utanríkisráðherra, ásamt ráðherra hafmála í Kína, samkomulag um aukið samstarf á sviði sjávar- og norðurslóðarannsókna. Þriðja undirritunin var samkomulag um jarðhitasamstarf í þróunarríkjum, sem undirrituð var af utanríkisráðherra Íslands og ráðherra auðlinda- og landnýtingar í Kína. Þá var sameiginleg viljayfirlýsing íslenska ríkisins og kínverska fyrirtækisins BlueStar undirrituð af iðnaðarráðherra og forstjóra BlueStar „iljayfirlýsingin snýr að byggingu kísilmálmvinnslu, allt að 65 þúsund tonn, og framhaldsvinnslu á efni til framleiðslu sólarrafhlaða, allt að 12 þúsund tonn," segir í tilkynningu frá Forsætisráðuneytinu. Að lokum var undirrituð samstarfsyfirlýsing tveggja einkafyrirtækja, Orku Energy Holding ehf. og China Petrochemical Corporation um jarðvarmanýtingu til húshitunar og raforkuframleiðslu. Hægt er að nálgast fréttatilkynningu frá Forsætisráðuneytinu um samningana hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Fréttaskýring: Kínverski risinn lítur í kringum sig Kína er að vaxa hratt "að innan“ sem utan. Samfellt hagvaxtarskeið í Kína undanfarin 15 ár er mesta hagvaxtarskeið ríkis í hagsögunni en árlegur vöxtur hagkerfisins hefur verið á bilinu 8 til 11 prósent á þessu tímabili. Í nýjustu endurskoðaðri hagspá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er því spáð að hagvöxtur í Kína verði 8,8 prósent á þessu ári og mun hann standa undir stórum hluta af öllum vexti á heimsvísu, eða yfir 34 prósent af honum. 20. apríl 2012 09:55 Kínverska forsætisráðherrans beðið með eftirvæntingu Kinverski sendiherrann og kona hans mættu prúðbúin að Hóteli Reykjavík Natura í morgun. Þaðan fóru svo fjölmargar rútur til Keflavíkur. Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, er væntanlegur til landsins klukkan tólf á hádegi ásamt um 100 manna fylgdarliði. Hann mun funda með Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra í Þjóðmenningarhúsinu í dag og Ólafi Ragnari Grímssyni forseta á Bessastöðum. 20. apríl 2012 10:01 Forsætisráðherrann þakkaði fyrir hlýjar móttökur Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra bauð Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, velkominn til landsins við upphaf fundar þeirra í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Hún sagði ánægjulegt að forsætisráðherrann væri kominn til landsins og vonandi yrði heimsóknin til þess að styrkja tengsl ríkjanna. 20. apríl 2012 15:35 Wen Jiabao til landsins í dag Kínverski forsætisráðherrann Wen Jiabao og föruneyti hans kemur til landsins í dag í tveggja daga opinbera heimsókn. 20. apríl 2012 07:00 Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Sex samningar og samkomulög voru undirrituð Þjóðmenningarhúsinu í dag, að viðstöddum forsætisráðherrum Íslands og Kína. Utanríkisráðherrar beggja ríkja undirrituðu Rammasamning ríkisstjórna Íslands og Kína um norðurslóðasamstarfs. Samningur hefur verið í vinnslu síðan Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, heimsótti starfsbróður sinn í Kína árið 2010. Samningurinn er grundvöllur að grundvöllu frekari samstarfssamninga á einstökum sviðum norðurslóðamála. Einnig ritaði utanríkisráðherra, ásamt ráðherra hafmála í Kína, samkomulag um aukið samstarf á sviði sjávar- og norðurslóðarannsókna. Þriðja undirritunin var samkomulag um jarðhitasamstarf í þróunarríkjum, sem undirrituð var af utanríkisráðherra Íslands og ráðherra auðlinda- og landnýtingar í Kína. Þá var sameiginleg viljayfirlýsing íslenska ríkisins og kínverska fyrirtækisins BlueStar undirrituð af iðnaðarráðherra og forstjóra BlueStar „iljayfirlýsingin snýr að byggingu kísilmálmvinnslu, allt að 65 þúsund tonn, og framhaldsvinnslu á efni til framleiðslu sólarrafhlaða, allt að 12 þúsund tonn," segir í tilkynningu frá Forsætisráðuneytinu. Að lokum var undirrituð samstarfsyfirlýsing tveggja einkafyrirtækja, Orku Energy Holding ehf. og China Petrochemical Corporation um jarðvarmanýtingu til húshitunar og raforkuframleiðslu. Hægt er að nálgast fréttatilkynningu frá Forsætisráðuneytinu um samningana hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Fréttaskýring: Kínverski risinn lítur í kringum sig Kína er að vaxa hratt "að innan“ sem utan. Samfellt hagvaxtarskeið í Kína undanfarin 15 ár er mesta hagvaxtarskeið ríkis í hagsögunni en árlegur vöxtur hagkerfisins hefur verið á bilinu 8 til 11 prósent á þessu tímabili. Í nýjustu endurskoðaðri hagspá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er því spáð að hagvöxtur í Kína verði 8,8 prósent á þessu ári og mun hann standa undir stórum hluta af öllum vexti á heimsvísu, eða yfir 34 prósent af honum. 20. apríl 2012 09:55 Kínverska forsætisráðherrans beðið með eftirvæntingu Kinverski sendiherrann og kona hans mættu prúðbúin að Hóteli Reykjavík Natura í morgun. Þaðan fóru svo fjölmargar rútur til Keflavíkur. Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, er væntanlegur til landsins klukkan tólf á hádegi ásamt um 100 manna fylgdarliði. Hann mun funda með Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra í Þjóðmenningarhúsinu í dag og Ólafi Ragnari Grímssyni forseta á Bessastöðum. 20. apríl 2012 10:01 Forsætisráðherrann þakkaði fyrir hlýjar móttökur Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra bauð Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, velkominn til landsins við upphaf fundar þeirra í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Hún sagði ánægjulegt að forsætisráðherrann væri kominn til landsins og vonandi yrði heimsóknin til þess að styrkja tengsl ríkjanna. 20. apríl 2012 15:35 Wen Jiabao til landsins í dag Kínverski forsætisráðherrann Wen Jiabao og föruneyti hans kemur til landsins í dag í tveggja daga opinbera heimsókn. 20. apríl 2012 07:00 Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Fréttaskýring: Kínverski risinn lítur í kringum sig Kína er að vaxa hratt "að innan“ sem utan. Samfellt hagvaxtarskeið í Kína undanfarin 15 ár er mesta hagvaxtarskeið ríkis í hagsögunni en árlegur vöxtur hagkerfisins hefur verið á bilinu 8 til 11 prósent á þessu tímabili. Í nýjustu endurskoðaðri hagspá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er því spáð að hagvöxtur í Kína verði 8,8 prósent á þessu ári og mun hann standa undir stórum hluta af öllum vexti á heimsvísu, eða yfir 34 prósent af honum. 20. apríl 2012 09:55
Kínverska forsætisráðherrans beðið með eftirvæntingu Kinverski sendiherrann og kona hans mættu prúðbúin að Hóteli Reykjavík Natura í morgun. Þaðan fóru svo fjölmargar rútur til Keflavíkur. Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, er væntanlegur til landsins klukkan tólf á hádegi ásamt um 100 manna fylgdarliði. Hann mun funda með Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra í Þjóðmenningarhúsinu í dag og Ólafi Ragnari Grímssyni forseta á Bessastöðum. 20. apríl 2012 10:01
Forsætisráðherrann þakkaði fyrir hlýjar móttökur Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra bauð Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, velkominn til landsins við upphaf fundar þeirra í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Hún sagði ánægjulegt að forsætisráðherrann væri kominn til landsins og vonandi yrði heimsóknin til þess að styrkja tengsl ríkjanna. 20. apríl 2012 15:35
Wen Jiabao til landsins í dag Kínverski forsætisráðherrann Wen Jiabao og föruneyti hans kemur til landsins í dag í tveggja daga opinbera heimsókn. 20. apríl 2012 07:00