Flestir fengu inni í skóla að eigin vali 21. janúar 2012 06:00 Nemendum sem fengu hvorki skólavist í vali eitt né tvö fækkaði um þriðjung milli áranna 2008 og 2010. Fréttablaðið/Valli Samkvæmt nýaflögðu innritunarkerfi framhaldsskóla fengu 98 prósent nemenda inni í öðrum hvorum þeirra skóla sem þeir völdu. Stefnt er að því að kynna nýtt bráðabirgðafyrirkomulag í næsta mánuði. MenntamálNámsráðgjafar hafa orðið varir við óöryggi meðal nemenda í efstu bekkjum grunnskóla og foreldra þeirra vegna óvissu um hvernig staðið verði að innritun í framhaldsskóla næsta haust. Samkvæmt heimildum blaðsins verður málið tekið upp á vettvangi Félags náms- og starfsráðgjafa eftir að menntamálaráðuneytið kynnir í byrjun næsta mánaðar bráðabirgðafyrirkomulag við innritun. Fyrirkomulag sem hefur verið við lýði síðustu ár var aflagt í janúarbyrjun eftir nýtt álit umboðsmanns Alþingis. Í því kom fram að lagastoð hafi skort fyrir hverfaskiptingu nemenda í framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu. Breytt fyrirkomulag innritunar sem tekið var í notkun árið 2010 kvað á um að ákveðið hlutfall plássa í hverjum skóla skyldi tekið frá fyrir nemendur úr hverfi skólans. Val nemenda fór þannig fram að þeir tiltóku tvo skóla, þann sem þeir vildu helst sækja í fyrsta vali og svo næstbesta kost í öðru vali. Samkvæmt gögnum frá menntamálaráðuneytinu virðist innritun samkvæmt nýja kerfinu, sem nú hefur verið aflagt, hafa verið skilvirkari en fyrri aðferðir og mun færri nemendur staðið uppi án skóla við lok innritunar. Árið 2009 urðu nokkur vandræði við innritun þegar gildi tóku lög um fræðsluskyldu allt til 18 ára aldurs. Það ár voru 342 nemendur án skóla að vali loknu og þurftu sérstaka íhlutun ráðuneytisins. Haustið 2010 var þessi fjöldi kominn niður í 209 og í fyrrahaust þurftu einungis 80 nemendur sérstaka íhlutun. Samkvæmt tölum ráðuneytisins fengu síðasta haust rúmlega 98 prósent nemenda skólavist í öðrum hvorum þeim skóla sem þeir völdu og 87 prósent fengu inni í þeim skóla sem þeir vildu helst. Álit umboðsmanns Alþingis kemur í kjölfar umkvartana til hans frá tveimur nemendur í 10. bekk grunnskóla. Annar taldi innritunarreglurnar fela í sér mismunun á grundvelli búsetu og brjóta í bága við jafnræðisreglur. Í kvörtuninni var bent á að framhaldsskólar væru ekki allir sambærilegir og að í þeim væri ekki sama námsframboð. Hinn nemandinn taldi innritunarreglurnar ekki byggjast á málefnalegum sjónarmiðum. „Með þeim væri réttur nemenda til valfrelsis skertur og þeim mismunað á ómálefnalegum forsendum,“ segir í áliti umboðsmanns.olikr@frettabladid.is Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira
Samkvæmt nýaflögðu innritunarkerfi framhaldsskóla fengu 98 prósent nemenda inni í öðrum hvorum þeirra skóla sem þeir völdu. Stefnt er að því að kynna nýtt bráðabirgðafyrirkomulag í næsta mánuði. MenntamálNámsráðgjafar hafa orðið varir við óöryggi meðal nemenda í efstu bekkjum grunnskóla og foreldra þeirra vegna óvissu um hvernig staðið verði að innritun í framhaldsskóla næsta haust. Samkvæmt heimildum blaðsins verður málið tekið upp á vettvangi Félags náms- og starfsráðgjafa eftir að menntamálaráðuneytið kynnir í byrjun næsta mánaðar bráðabirgðafyrirkomulag við innritun. Fyrirkomulag sem hefur verið við lýði síðustu ár var aflagt í janúarbyrjun eftir nýtt álit umboðsmanns Alþingis. Í því kom fram að lagastoð hafi skort fyrir hverfaskiptingu nemenda í framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu. Breytt fyrirkomulag innritunar sem tekið var í notkun árið 2010 kvað á um að ákveðið hlutfall plássa í hverjum skóla skyldi tekið frá fyrir nemendur úr hverfi skólans. Val nemenda fór þannig fram að þeir tiltóku tvo skóla, þann sem þeir vildu helst sækja í fyrsta vali og svo næstbesta kost í öðru vali. Samkvæmt gögnum frá menntamálaráðuneytinu virðist innritun samkvæmt nýja kerfinu, sem nú hefur verið aflagt, hafa verið skilvirkari en fyrri aðferðir og mun færri nemendur staðið uppi án skóla við lok innritunar. Árið 2009 urðu nokkur vandræði við innritun þegar gildi tóku lög um fræðsluskyldu allt til 18 ára aldurs. Það ár voru 342 nemendur án skóla að vali loknu og þurftu sérstaka íhlutun ráðuneytisins. Haustið 2010 var þessi fjöldi kominn niður í 209 og í fyrrahaust þurftu einungis 80 nemendur sérstaka íhlutun. Samkvæmt tölum ráðuneytisins fengu síðasta haust rúmlega 98 prósent nemenda skólavist í öðrum hvorum þeim skóla sem þeir völdu og 87 prósent fengu inni í þeim skóla sem þeir vildu helst. Álit umboðsmanns Alþingis kemur í kjölfar umkvartana til hans frá tveimur nemendur í 10. bekk grunnskóla. Annar taldi innritunarreglurnar fela í sér mismunun á grundvelli búsetu og brjóta í bága við jafnræðisreglur. Í kvörtuninni var bent á að framhaldsskólar væru ekki allir sambærilegir og að í þeim væri ekki sama námsframboð. Hinn nemandinn taldi innritunarreglurnar ekki byggjast á málefnalegum sjónarmiðum. „Með þeim væri réttur nemenda til valfrelsis skertur og þeim mismunað á ómálefnalegum forsendum,“ segir í áliti umboðsmanns.olikr@frettabladid.is
Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira