Sæstrengur til skoðunar af fullri alvöru hjá báðum ríkjum Kristján Már Unnarsson skrifar 31. maí 2012 20:30 Heimsókn orkumálaráðherra Bretlands til Íslands staðfestir að sæstrengur milli landanna er kominn til skoðunar fyrir alvöru. Ráðherrann átti viðræður við utanríkisráðherra og Landsvirkjun um málið í dag. Breski orkumálaráðherrann, Charles Hendry, hóf daginn á ráðstefnu í höfuðstöðvum Arion banka. Þar sagði hann gríðarleg tækifæri felast í sæstreng milli landanna en forsendan væri sú að báðir aðilar sæju sér hag í verkefninu. „Frumkvæðið verður að koma frá framleiðslulandinu," sagði ráðherrann í viðtali við Stöð 2. „Það verður að ákveða að það vilji taka þátt í ferlinu og að það hagnist efnahagslega á því," sagði Hendry og bætti við að með sæstreng fengju báðar þjóðir betra orkuöryggi og hagstæð viðskipti. Í erindum á ráðstefnunni kom fram að sæstrengur myndi kosta yfir 300 milljarða króna og yrði í fyrsta lagi kominn eftir átta ár. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, leggur áherslu á að það sé aðeins verið að skoða verkefnið og það muni taka minnst tvö ár að meta kostina fyrir Íslendinga og Breta. Það sé hins vegar full alvara hjá báðum að skoða málið. Íslandsheimsókn breska ráðherrans undirstrikar þann þunga sem stjórnvöld beggja landa leggja nú í málið en eftir fund með Oddnýju Harðardóttur iðnaðarráðherra í gær ræddi Charles Hendry við Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra í dag, sem og við ráðamenn Landsvirkjunar, sem segja forsenduna að breið sátt ríki um sæstreng. „Þetta er það stórt verkefni og tekur það langan tíma og á margan hátt breytir það íslenskum orkumarkaði. Það er að okkar mati óráð að fara í verkefnið nema um það sé breið samstaða," segir forstjóri Landsvirkjunar. Tengdar fréttir Breta langar í hitaveitur og sæstreng Íslensk og bresk stjórnvöld undirrituðu nú síðdegis yfirlýsingu um víðtækt samstarf á sviði orkumála, þar á meðal um lagningu sæstrengs á milli landanna, um jarðhitaleit í Bretlandi og um olíuiðnað. Orkumálaráðherra Bretlands, Charles Hendry, hóf Íslandsheimsóknina nú síðdegis í Hellisheiðarvirkjun þar sem Oddný Harðardóttir iðnaðarráðherra tók á móti honum ásamt Bjarna Bjarnasyni, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur. 30. maí 2012 19:30 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Sjá meira
Heimsókn orkumálaráðherra Bretlands til Íslands staðfestir að sæstrengur milli landanna er kominn til skoðunar fyrir alvöru. Ráðherrann átti viðræður við utanríkisráðherra og Landsvirkjun um málið í dag. Breski orkumálaráðherrann, Charles Hendry, hóf daginn á ráðstefnu í höfuðstöðvum Arion banka. Þar sagði hann gríðarleg tækifæri felast í sæstreng milli landanna en forsendan væri sú að báðir aðilar sæju sér hag í verkefninu. „Frumkvæðið verður að koma frá framleiðslulandinu," sagði ráðherrann í viðtali við Stöð 2. „Það verður að ákveða að það vilji taka þátt í ferlinu og að það hagnist efnahagslega á því," sagði Hendry og bætti við að með sæstreng fengju báðar þjóðir betra orkuöryggi og hagstæð viðskipti. Í erindum á ráðstefnunni kom fram að sæstrengur myndi kosta yfir 300 milljarða króna og yrði í fyrsta lagi kominn eftir átta ár. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, leggur áherslu á að það sé aðeins verið að skoða verkefnið og það muni taka minnst tvö ár að meta kostina fyrir Íslendinga og Breta. Það sé hins vegar full alvara hjá báðum að skoða málið. Íslandsheimsókn breska ráðherrans undirstrikar þann þunga sem stjórnvöld beggja landa leggja nú í málið en eftir fund með Oddnýju Harðardóttur iðnaðarráðherra í gær ræddi Charles Hendry við Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra í dag, sem og við ráðamenn Landsvirkjunar, sem segja forsenduna að breið sátt ríki um sæstreng. „Þetta er það stórt verkefni og tekur það langan tíma og á margan hátt breytir það íslenskum orkumarkaði. Það er að okkar mati óráð að fara í verkefnið nema um það sé breið samstaða," segir forstjóri Landsvirkjunar.
Tengdar fréttir Breta langar í hitaveitur og sæstreng Íslensk og bresk stjórnvöld undirrituðu nú síðdegis yfirlýsingu um víðtækt samstarf á sviði orkumála, þar á meðal um lagningu sæstrengs á milli landanna, um jarðhitaleit í Bretlandi og um olíuiðnað. Orkumálaráðherra Bretlands, Charles Hendry, hóf Íslandsheimsóknina nú síðdegis í Hellisheiðarvirkjun þar sem Oddný Harðardóttir iðnaðarráðherra tók á móti honum ásamt Bjarna Bjarnasyni, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur. 30. maí 2012 19:30 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Sjá meira
Breta langar í hitaveitur og sæstreng Íslensk og bresk stjórnvöld undirrituðu nú síðdegis yfirlýsingu um víðtækt samstarf á sviði orkumála, þar á meðal um lagningu sæstrengs á milli landanna, um jarðhitaleit í Bretlandi og um olíuiðnað. Orkumálaráðherra Bretlands, Charles Hendry, hóf Íslandsheimsóknina nú síðdegis í Hellisheiðarvirkjun þar sem Oddný Harðardóttir iðnaðarráðherra tók á móti honum ásamt Bjarna Bjarnasyni, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur. 30. maí 2012 19:30