"Við erum öll nágrannar“ Óli Kristján Ármannsson skrifar 10. október 2012 00:01 Verðlaunahafar hrósuðu margir Jóni Gnarr borgarstjóra fyrir opnunarræðu hans við veitingu friðarverðlauna LennonOno. Lengst til vinstri eru foreldrar Rachel Corrie, Cindy og Craig, þeim við hlið Carol Blue Hitchens (ekkja Christophers Hitchens), svo John Perkins, hagfræðingur og rithöfundur, þá tónlistarkonurnar Lady Gaga og Yoko Ono. Jón Gnarr er í púltinu. Fréttablaðið/Vilhelm „Við erum öll nágrannar á þessari jörð,“ sagði tónlistarkonan Lady Gaga eftir að hafa veitt viðtöku friðarverðlaunum LennonOno í Hörpu í gær. Vísaði hún til smæðar jarðarinnar í alheiminum og hvatti fólk til að sýna samhygð í verki. Þannig mætti bæta heiminn. gaman saman Vel fór á með Jóni Gnarr og Lady Gaga í Hörpunni í gær. Fréttablaðið/Vilhelm Lady Gaga notar peningaverðlaun sín til að styrkja stuðningssamtök Eltons John fyrir alnæmissjúka og HIV-smitaða. „Og vinn náið með þeim til að tryggja að peningarnir fari í að styðja börn og ungmenni sem fæðast smituð í Bandaríkjunum,“ sagði hún. Yoko Ono, ekkja bítilsins Johns Lennon, kynnti fimm styrkþega í gær, en veitt er úr LennonOno-sjóðnum annað hvert ár. Í gær var fæðingardagur Johns Lennon og ljósið á friðarsúlunni í Viðey tendrað í gærkvöldi. Það logar fram á dánardægur hans, 8. desember. Yoko Ono sagði Lady Gaga fordæmi annarra listamanna fyrir að þora að stíga fram og vinna að því að bæta heiminn. „Allt of fáir þora það, sjálfsagt hræddir um að glata vinsældum,“ sagði hún. Aðrir sem fengu verðlaun voru Rachel Corrie, sem drepin var í Palestínu í mars 2003 þar sem hún reyndi að verja hús barnafjölskyldu sem Ísraelar ætluðu að rífa. Foreldrar hennar veittu verðlaununum viðtöku. „Einhvers staðar brosir Rachel yfir því að vera tengd Lennon með þessum hætti. Kannski brosir hann með henni,“ sagði Craig Corrie, faðir Rachel. Ekkja blaðamannsins og rithöfundarins Christhopers Hitches veitti viðtöku verðlaunum sem hann fékk fyrir framlag til opinberrar umræðu og bók um stöðu trúarbragða sem „rótar alls ills“ í heiminum. John Perkin, hagfræðingur og rithöfundur tók á móti verðlaunum fyrir bók sína „Confessions of an Economic Hit Man“. Fjarverandi voru svo meðlimir hljómsveitarinnar Pussy Riot sem fengu verðlaun fyrir baráttu sína fyrir bættum mannréttindum í Rússlandi. Verðlaunahafarnir í gær höfðu margir orð á því hversu góð opnunarræða Jóns Gnarr borgarstjóra Reykjavíkur hafi verið. Hann ræddi meðal annars um þá ósk sína að gera Reykjavík að algjörlega herlausu svæði. Þá rifjaði hann upp hvernig hann hafi bent öðrum erlendum ráðamönnum á brotalamir í mannréttindamálum. Lady Gaga sagðist óska þess að fleiri væru eins og Jón og Carol Hitchens, ekkja Christophers, sagði að helst þyrfti að klóna hann. Reykjavík Friðarsúlan í Viðey Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
„Við erum öll nágrannar á þessari jörð,“ sagði tónlistarkonan Lady Gaga eftir að hafa veitt viðtöku friðarverðlaunum LennonOno í Hörpu í gær. Vísaði hún til smæðar jarðarinnar í alheiminum og hvatti fólk til að sýna samhygð í verki. Þannig mætti bæta heiminn. gaman saman Vel fór á með Jóni Gnarr og Lady Gaga í Hörpunni í gær. Fréttablaðið/Vilhelm Lady Gaga notar peningaverðlaun sín til að styrkja stuðningssamtök Eltons John fyrir alnæmissjúka og HIV-smitaða. „Og vinn náið með þeim til að tryggja að peningarnir fari í að styðja börn og ungmenni sem fæðast smituð í Bandaríkjunum,“ sagði hún. Yoko Ono, ekkja bítilsins Johns Lennon, kynnti fimm styrkþega í gær, en veitt er úr LennonOno-sjóðnum annað hvert ár. Í gær var fæðingardagur Johns Lennon og ljósið á friðarsúlunni í Viðey tendrað í gærkvöldi. Það logar fram á dánardægur hans, 8. desember. Yoko Ono sagði Lady Gaga fordæmi annarra listamanna fyrir að þora að stíga fram og vinna að því að bæta heiminn. „Allt of fáir þora það, sjálfsagt hræddir um að glata vinsældum,“ sagði hún. Aðrir sem fengu verðlaun voru Rachel Corrie, sem drepin var í Palestínu í mars 2003 þar sem hún reyndi að verja hús barnafjölskyldu sem Ísraelar ætluðu að rífa. Foreldrar hennar veittu verðlaununum viðtöku. „Einhvers staðar brosir Rachel yfir því að vera tengd Lennon með þessum hætti. Kannski brosir hann með henni,“ sagði Craig Corrie, faðir Rachel. Ekkja blaðamannsins og rithöfundarins Christhopers Hitches veitti viðtöku verðlaunum sem hann fékk fyrir framlag til opinberrar umræðu og bók um stöðu trúarbragða sem „rótar alls ills“ í heiminum. John Perkin, hagfræðingur og rithöfundur tók á móti verðlaunum fyrir bók sína „Confessions of an Economic Hit Man“. Fjarverandi voru svo meðlimir hljómsveitarinnar Pussy Riot sem fengu verðlaun fyrir baráttu sína fyrir bættum mannréttindum í Rússlandi. Verðlaunahafarnir í gær höfðu margir orð á því hversu góð opnunarræða Jóns Gnarr borgarstjóra Reykjavíkur hafi verið. Hann ræddi meðal annars um þá ósk sína að gera Reykjavík að algjörlega herlausu svæði. Þá rifjaði hann upp hvernig hann hafi bent öðrum erlendum ráðamönnum á brotalamir í mannréttindamálum. Lady Gaga sagðist óska þess að fleiri væru eins og Jón og Carol Hitchens, ekkja Christophers, sagði að helst þyrfti að klóna hann.
Reykjavík Friðarsúlan í Viðey Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira