Innlent

Helmingur fórnarlamba umferðarslysa 17 ára og yngri

Tólf manns létust í tólf umferðarslysum á árinu 2011 en helmingur þeirra voru 17 ára og yngri, en það telst óvenju hátt hlutfall miðað við undanfarin ár.
Tólf manns létust í tólf umferðarslysum á árinu 2011 en helmingur þeirra voru 17 ára og yngri, en það telst óvenju hátt hlutfall miðað við undanfarin ár. Mynd/af vef Umferðarstofu
Tólf manns létust í tólf umferðarslysum á árinu 2011 en helmingur þeirra voru 17 ára og yngri, en það telst óvenju hátt hlutfall miðað við undanfarin ár.

Árið 2010 létust átta í sjö slysum, en ekki höfðu færri dáið í umferðinni á einu ári frá 1968. Banaslysum hefur fækkað umtalsvert í umferðinni á undanförnum fimm árum, en þó hefur ekki enn tekist að fylgja markmiðum umferðaröryggisætlunar um fækkun alvarlega slasaðra í umferðinni.

„Þrjú þeirra voru 17 ára ökumenn bifreiða og einn jafnaldri þeirra var farþegi í bíl. Auk þess létust 13 ára stúlka og 5 ára stúlkubarn, en þær urðu báðar fyrir bíl. Fjórir þeirra sem létust voru fótgangandi en það telst óvenju mikið borið saman við undanfarin ár. Alls létust átta karlar og fjórar konur á árinu," segir á heimasíðu Umferðarstofu.

Þá voru tveir á fimmtugsaldri, þrír á sjötugsaldri og einn var níræður. Þrjú banaslys urðu í þéttbýli og níu urðu utan þéttbýlis. Tvö slys urðu á höfuðborgarsvæðinu.

„Ekki liggja enn fyrir staðfestar niðurstöður um orsakir slysanna. Varast skal að draga ályktanir út frá banaslysum sem verða á einu ári þar sem fá tilfelli eru að baki þessari tölfræði og því getur eitt slys haft í för með sér miklar breytingar. Því ber að skoða alla þróun hvað banaslys varðar í stærra mengi og yfir lengra tímabil.

Á fimm ára tímabili frá 2007 til 2011 létust tæplega 13 manns að meðaltali á ári í umferðinni. Fimm ár þar á undan létust að meðaltali 25 á ári þannig að ljóst er að umtalsverð fækkun hefur átt sér stað hvað varðar fjölda látinna í umferðinni.

Markmiðið er að fækka slysum enn frekar. Eitt banaslys er einu slysi of mikið og því er mikilvægt að allir leggist á eitt við að koma í veg fyrir þau," segir á heimasíðu Umferðarstofu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×