Sveinn Arason: "Það er við engan að sakast nema mig“ Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 25. september 2012 19:30 Ríkisendurskoðandi segist alfarið bera ábyrgðina á því að vinna við skýrslu um fjárhagskerfi ríkisins hafi dregist fram úr hófi. Hann segist ekki hafa íhugað afsögn vegna málsins. Sveinn Arason mætti á sameiginlegan nefndarfund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis og fjárlaganefndar. Þar var hann inntur skýringa á þeim drætti sem orðið hefur á vinnslu skýrslu sem unnin var um innleiðingu fjárhagskerfis ríkisins en gerð hennar hefur staðið yfir í um átta ár og er henni hvergi nærri lokið. Fjallað var um málið í Kastljósi í gær en kerfið var keypt af Skýrr árið 2001 og hljóðaði samningurinn upp á rúmann milljarð. Árið 2009 þegar drög að skýrslu Ríkisendurskoðunar um málið voru unnin, var kostnaðurinn kominn í fjóra milljarða. Sveinn Arason ríkisendurskoðandi sagði að enn væri verið að vinna skýrsluna og því séu drögin aðeins óklárað plagg og ekki enn tæk til umsagnar. Hann viðurkenndi að vinnubrögð stofnunarinnar í málinu væru óviðunandi en hann átti ekki gott með útskýra ástæðuna fyrir því að vinnan hafi dregist úr hófi fram. Hann sagði þó að málið væri einsdæmi innan stofnunarinnar. „Það er við engan að sakast nema mig," sagði Sveinn. Á fundinum kom einnig fram að skýrsludrögin sem eru dagsett haustið 2009 hafi verið send fjársýslustjóra síðastliðið vor. Aðspurður hvort skýrslan hafi því engum breytingum tekið í þrjú ár svararði Sveinn: „Nei, ekki frá þeim tíma" Sveinn sagði ekkert óeðlilegt við að forstjóri Fjársýslunnar, sem er til rannsóknar í skýrslunni, fengi að sjá skýrsluna en viðurkenndi þó að það væri frávik frá vinnureglum. Hann bætti því við að fjársýslustjóri hafi enn ekki skilað sínum athugasemdum. Þór Saari þingmaður Hreyfingarinnar krefst þess að Sveinn segi af sér og vísaði til fjölskyldutengsla hans en bróðir hans vinnur hjá Fjármálaráðuneytinu og annar vann hjá Skýrr. Sveinn vísaði því hinsvegar alfarið á bug að þetta skipti máli. Hann tók við sem ríkisendurskoðandi árið 2008 og því ekki við stjórnvölinn þegar vinnan við skýrsluna hófst. Þá snúi málið að fjársýslu ríkisins en ekki fjármálaráðuneytinu. Á fundinum var talað um trúnaðarbrest á milli Alþingis og stofnunarinnar og möguleikanum á skipun sérstakrar rannsóknarnefndar var velt upp. „Mér sýnist þetta mál vera öllu alvarlega en maður hélt í upphafi, hvernig sem á því stendur," segir Björn Valur, sem vill ekki ganga svo langt að krefjast afsagnar Sveins: „Ég vil nú gefa ríkisendurskoðanda færi á að útskýra mál sitt frekar." Að loknum fundi var Sveinn spurður hvort hann íhugi afsögn. Því svaraði hann neitandi. Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Sjá meira
Ríkisendurskoðandi segist alfarið bera ábyrgðina á því að vinna við skýrslu um fjárhagskerfi ríkisins hafi dregist fram úr hófi. Hann segist ekki hafa íhugað afsögn vegna málsins. Sveinn Arason mætti á sameiginlegan nefndarfund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis og fjárlaganefndar. Þar var hann inntur skýringa á þeim drætti sem orðið hefur á vinnslu skýrslu sem unnin var um innleiðingu fjárhagskerfis ríkisins en gerð hennar hefur staðið yfir í um átta ár og er henni hvergi nærri lokið. Fjallað var um málið í Kastljósi í gær en kerfið var keypt af Skýrr árið 2001 og hljóðaði samningurinn upp á rúmann milljarð. Árið 2009 þegar drög að skýrslu Ríkisendurskoðunar um málið voru unnin, var kostnaðurinn kominn í fjóra milljarða. Sveinn Arason ríkisendurskoðandi sagði að enn væri verið að vinna skýrsluna og því séu drögin aðeins óklárað plagg og ekki enn tæk til umsagnar. Hann viðurkenndi að vinnubrögð stofnunarinnar í málinu væru óviðunandi en hann átti ekki gott með útskýra ástæðuna fyrir því að vinnan hafi dregist úr hófi fram. Hann sagði þó að málið væri einsdæmi innan stofnunarinnar. „Það er við engan að sakast nema mig," sagði Sveinn. Á fundinum kom einnig fram að skýrsludrögin sem eru dagsett haustið 2009 hafi verið send fjársýslustjóra síðastliðið vor. Aðspurður hvort skýrslan hafi því engum breytingum tekið í þrjú ár svararði Sveinn: „Nei, ekki frá þeim tíma" Sveinn sagði ekkert óeðlilegt við að forstjóri Fjársýslunnar, sem er til rannsóknar í skýrslunni, fengi að sjá skýrsluna en viðurkenndi þó að það væri frávik frá vinnureglum. Hann bætti því við að fjársýslustjóri hafi enn ekki skilað sínum athugasemdum. Þór Saari þingmaður Hreyfingarinnar krefst þess að Sveinn segi af sér og vísaði til fjölskyldutengsla hans en bróðir hans vinnur hjá Fjármálaráðuneytinu og annar vann hjá Skýrr. Sveinn vísaði því hinsvegar alfarið á bug að þetta skipti máli. Hann tók við sem ríkisendurskoðandi árið 2008 og því ekki við stjórnvölinn þegar vinnan við skýrsluna hófst. Þá snúi málið að fjársýslu ríkisins en ekki fjármálaráðuneytinu. Á fundinum var talað um trúnaðarbrest á milli Alþingis og stofnunarinnar og möguleikanum á skipun sérstakrar rannsóknarnefndar var velt upp. „Mér sýnist þetta mál vera öllu alvarlega en maður hélt í upphafi, hvernig sem á því stendur," segir Björn Valur, sem vill ekki ganga svo langt að krefjast afsagnar Sveins: „Ég vil nú gefa ríkisendurskoðanda færi á að útskýra mál sitt frekar." Að loknum fundi var Sveinn spurður hvort hann íhugi afsögn. Því svaraði hann neitandi.
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Sjá meira