Anton Sveinn og Eygló Ósk sundfólk ársins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. desember 2012 14:15 Anton Sveinn Mckee Mynd/Benedikt Ægisson Anton Sveinn Mckee og Eygló Ósk Gústafsdóttir, sundfólk úr Ægi, hafa verið valin sundmaður- og kona ársins 2012 af sundsamband Íslands. Anton Sveinn keppti á sínum fyrstu Ólympíuleikum í sumar og er stigahæsti íslenski karlmaðurinn í 25 metra laug og sá næststigahæsti í 50 metra laug. Hann setti og bætti Íslandsmet sín í 800 og 1500 metra skriðsundi í báðum laugarlengdum auk annarra afreka. Eygló Ósk, sem keppti einnig á Ólympíuleikunum í sumar, er stigahæsta íslenska sundkonan í 25 metra laug og sú næststigahæsta í 50 metra laug. Hún hefur sett og bætt Íslandsmet sín í 100 metra og 200 metra baksundi í báðum laugarlengdum auk annarra afreka. Við val sitt á sundfólki ársins studdist Sundsamband Íslands við eftirfarandi. a) FINA stig úr bestu grein sundfólksins úr báðum brautarlengdum voru vegin saman þannig að langa brautin gildir 2/3 og stutta brautin gildir 1/3. b) Árangur sundfólksins á Íslandsmeistaramótum í báðum brautarlengdum var metinn miðað við úrslit greina. c) Íslandsmet í báðum brautarlengdum voru metin. Aldursflokkamet ekki talin með. d) Staðsetning á heimslista í desember í báðum brautarlengdum var athuguð og metin með. Þeir sem eiga náðu Olympic Qualifying Times og Olympic Standard Times í grein voru metnir hærra. e) Þátttaka og árangur í landsliðsverkefnum var metinn. Annars vegar var veginn fjöldi verkefna og hins vegar úrslit greina og í hvaða sæti sundfólkið lenti í greinum sínum. f) Ástundun sundfólksins var metin. g) Íþróttamannsleg framganga sundfólksins var metin. Hér að neðan má sjá umsögn Sundsambandsins um sundfólk ársins 2012. Anton Sveinn Mckee Sundfélaginu ÆgiAnton Sveinn er stigahæsti íslenski karlmaðurinn í 25m (838 FINA stig)og sá næst stigahæsti í 50m laug (838 FINA stig). Hann hefur á árinu sett og bætt Íslandsmet sitt í 1500 metra skriðsundi og 800 metra skriðsundi í báðum laugarlengdum auk þess að setja Íslandsmet í 400 metra fjórsundi í 50 og 25 metra brautum. Anton númer 98 á heimslista FINA í 800 metra skriðsundi og númer 146 í 400 metra fjórsundi miðað við löngu brautina, en númer 64 í 800 metra skriðsundi, 72 í 1500 metra skriðsundi, 71 í 400 metra skriðsund og 84 í 100 metra bringusundi miðað við stuttu brautina. Hann á bestu tíma íslenskra sundmanna innan ársins í 200, 400, 800 og 1500 metra skriðsundum og 200 og 400 metra fjórsundi í báðum brautarlengdum. Hann hefur verið að stimpla sig inn sem verðugur arftaki bæði Arnar Arnarsonar og Jakobs Jóhanns Sveinssonar. Anton Sveinn er margfaldur Íslandsmeistari í báðum brautarlengdum, er mjög fjölhæfur sundmaður, hefur mikið úthald og er betri í löngum sundum. Hann er meðvitaður um stöðu sína sem fyrirmynd og er skipulagður í lífi sínu gagnvart íþróttinni, námi og fjölskyldu. Eygló Ósk Gústafsdóttir Sundfélaginu ÆgiStigahæsta íslenska konan í 25m laug í 100m skriðsundi (872 FINA stig) og næst stigahæst í 50 metra laug (877 FINA stig) og ber höfuð og herðar yfir aðrar íslenskar sundkonur í þeim samanburði. Hún hefur á árinu sett og bætt Íslandsmet í 100 metra baksundi og 200 metra baksundi í báðum laugarlengdum auk þess að setja Íslandsmet í 200 metra fjórsundi í 25 metra braut. Eygló Ósk er númer 37 á heimslista FINA í 200 metra baksundi og númer 91 í 100 metra baksundi í löngu brautinni og númer 39 í 200 metra baksundi, 56 í 100 metra baksundi og númer 92 í 100 metra skriðsundi miðað við stuttu brautina. Hún á bestu tíma íslenskra sundkvenna innan ársins í 200 metra skriðsundi, 100 og 200 metra baksundi og 200 metra fjórsundi í báðum brautarlengdum. Eygló Ósk er mjög fjölhæf sundkona, er margfaldur Íslandsmeistari í báðum brautarlengdum. Hún er mjög ákveðin og á auðvelt með að setja sér markmið og ná þeim. Hún er meðvitað um stöðu sína sem fyrirmynd og er skipulögð í lífi sínu gagnvart íþróttinni, námi og fjölskyldu. Sund Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Grindavík - Njarðvík | Toppslagur í HS Orku-höllinni Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sjá meira
Anton Sveinn Mckee og Eygló Ósk Gústafsdóttir, sundfólk úr Ægi, hafa verið valin sundmaður- og kona ársins 2012 af sundsamband Íslands. Anton Sveinn keppti á sínum fyrstu Ólympíuleikum í sumar og er stigahæsti íslenski karlmaðurinn í 25 metra laug og sá næststigahæsti í 50 metra laug. Hann setti og bætti Íslandsmet sín í 800 og 1500 metra skriðsundi í báðum laugarlengdum auk annarra afreka. Eygló Ósk, sem keppti einnig á Ólympíuleikunum í sumar, er stigahæsta íslenska sundkonan í 25 metra laug og sú næststigahæsta í 50 metra laug. Hún hefur sett og bætt Íslandsmet sín í 100 metra og 200 metra baksundi í báðum laugarlengdum auk annarra afreka. Við val sitt á sundfólki ársins studdist Sundsamband Íslands við eftirfarandi. a) FINA stig úr bestu grein sundfólksins úr báðum brautarlengdum voru vegin saman þannig að langa brautin gildir 2/3 og stutta brautin gildir 1/3. b) Árangur sundfólksins á Íslandsmeistaramótum í báðum brautarlengdum var metinn miðað við úrslit greina. c) Íslandsmet í báðum brautarlengdum voru metin. Aldursflokkamet ekki talin með. d) Staðsetning á heimslista í desember í báðum brautarlengdum var athuguð og metin með. Þeir sem eiga náðu Olympic Qualifying Times og Olympic Standard Times í grein voru metnir hærra. e) Þátttaka og árangur í landsliðsverkefnum var metinn. Annars vegar var veginn fjöldi verkefna og hins vegar úrslit greina og í hvaða sæti sundfólkið lenti í greinum sínum. f) Ástundun sundfólksins var metin. g) Íþróttamannsleg framganga sundfólksins var metin. Hér að neðan má sjá umsögn Sundsambandsins um sundfólk ársins 2012. Anton Sveinn Mckee Sundfélaginu ÆgiAnton Sveinn er stigahæsti íslenski karlmaðurinn í 25m (838 FINA stig)og sá næst stigahæsti í 50m laug (838 FINA stig). Hann hefur á árinu sett og bætt Íslandsmet sitt í 1500 metra skriðsundi og 800 metra skriðsundi í báðum laugarlengdum auk þess að setja Íslandsmet í 400 metra fjórsundi í 50 og 25 metra brautum. Anton númer 98 á heimslista FINA í 800 metra skriðsundi og númer 146 í 400 metra fjórsundi miðað við löngu brautina, en númer 64 í 800 metra skriðsundi, 72 í 1500 metra skriðsundi, 71 í 400 metra skriðsund og 84 í 100 metra bringusundi miðað við stuttu brautina. Hann á bestu tíma íslenskra sundmanna innan ársins í 200, 400, 800 og 1500 metra skriðsundum og 200 og 400 metra fjórsundi í báðum brautarlengdum. Hann hefur verið að stimpla sig inn sem verðugur arftaki bæði Arnar Arnarsonar og Jakobs Jóhanns Sveinssonar. Anton Sveinn er margfaldur Íslandsmeistari í báðum brautarlengdum, er mjög fjölhæfur sundmaður, hefur mikið úthald og er betri í löngum sundum. Hann er meðvitaður um stöðu sína sem fyrirmynd og er skipulagður í lífi sínu gagnvart íþróttinni, námi og fjölskyldu. Eygló Ósk Gústafsdóttir Sundfélaginu ÆgiStigahæsta íslenska konan í 25m laug í 100m skriðsundi (872 FINA stig) og næst stigahæst í 50 metra laug (877 FINA stig) og ber höfuð og herðar yfir aðrar íslenskar sundkonur í þeim samanburði. Hún hefur á árinu sett og bætt Íslandsmet í 100 metra baksundi og 200 metra baksundi í báðum laugarlengdum auk þess að setja Íslandsmet í 200 metra fjórsundi í 25 metra braut. Eygló Ósk er númer 37 á heimslista FINA í 200 metra baksundi og númer 91 í 100 metra baksundi í löngu brautinni og númer 39 í 200 metra baksundi, 56 í 100 metra baksundi og númer 92 í 100 metra skriðsundi miðað við stuttu brautina. Hún á bestu tíma íslenskra sundkvenna innan ársins í 200 metra skriðsundi, 100 og 200 metra baksundi og 200 metra fjórsundi í báðum brautarlengdum. Eygló Ósk er mjög fjölhæf sundkona, er margfaldur Íslandsmeistari í báðum brautarlengdum. Hún er mjög ákveðin og á auðvelt með að setja sér markmið og ná þeim. Hún er meðvitað um stöðu sína sem fyrirmynd og er skipulögð í lífi sínu gagnvart íþróttinni, námi og fjölskyldu.
Sund Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Grindavík - Njarðvík | Toppslagur í HS Orku-höllinni Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sjá meira