Biluð dæla brýtur á höfundarrétti Rúríar Bergsteinn Sigurðsson skrifar 1. september 2012 09:00 Dæla í tækjarými bilaði með þeim afleiðingum að vatn komst í tölvustýringarkerfi. Ekkert vatn hefur því leikið um verkið í sumar. Fréttablaðið/stefán „Enginn listamaður er sáttur við að verk hans séu sýnd í öðru en sínu rétta formi enda kveða lög á um að sé listaverk haft til sýnis í skemmdu eða biluðu ástandi, sé það brot á sæmdarrétti," segir myndlistarkonan Rúrí. Ekkert vatn hefur leikið um vatnslistaverk hennar Fyssu í Grasagarðinum í Laugardal eftir að dælubúnaður þess bilaði í byrjun sumars. Vatnsgangurinn gegnir lykilhlutverki í verkinu og án hans er ásýnd þess gjörbreytt. Verkið er í eigu Reykjavíkurborgar en í umsjá Orkuveitu Reykjavíkur. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingarfulltrúi OR, segir að dæla í tækjarými hafi bilað og vatn lekið í tölvustýringar og aðrar dælur. Tjónið sé verulegt en hafi ekki verið metið til fjár. Ekki sé gert ráð fyrir viðgerð á verkinu í áætlunum OR.Listakonan RúríEnginn vafi á að borgin eigi að lagfæra verkið „Orkuveitan einbeitir sér nú að grunnþjónustu við íbúa. Það er verið að spara." Knútur Bruun, lögmaður Samtaka íslenskra myndlistarmanna, tekur undir með Rúrí og bendir á að samkvæmt 4. grein höfundarlaga sé óheimilt „að breyta verki höfundar eða birta það með þeim hætti eða í því samhengi, að skert geti höfundarheiður hans eða höfundarsérkenni." „Sú grein á tvímælalaust við í þessu tilfelli því án vatnsgangsins er verkið allt annað," segir hann. Knútur telur engan vafa leika á því að borgaryfirvöldum sé skylt að lagfæra verkið, fyrir því séu dómafordæmi.Skilur að listakonan sé ósátt „Sé verk sett upp á opinberum stað af opinberum aðila ber honum skylda til að sjá um viðhald á verkinu og að sjálfsögðu lagfæra skemmdir eða bilanir." Eiríkur segir skiljanlegt að Rúrí sé ósátt við ástand verksins en á hinn bóginn sé Fyssa ávallt vatnslaus á veturna. Hann kveðst hins vegar ekki hafa heyrt það sjónarmið áður að sparnaður í rekstri OR geti falið í sér brot á höfundarlögum og vísar á Reykjavíkurborg. „Rekstur verksins hefur verið í umræðu milli OR og Reykjavíkurborgar, eiganda verksins. Ef rök listakonunnar fá staðist kann að vakna sú spurning hvort rétt sé að hylja Fyssu meðan hún er vatnslaus. Eigandi verksins hlýtur þá að þurfa að koma að slíkri ákvörðun." Fréttir Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
„Enginn listamaður er sáttur við að verk hans séu sýnd í öðru en sínu rétta formi enda kveða lög á um að sé listaverk haft til sýnis í skemmdu eða biluðu ástandi, sé það brot á sæmdarrétti," segir myndlistarkonan Rúrí. Ekkert vatn hefur leikið um vatnslistaverk hennar Fyssu í Grasagarðinum í Laugardal eftir að dælubúnaður þess bilaði í byrjun sumars. Vatnsgangurinn gegnir lykilhlutverki í verkinu og án hans er ásýnd þess gjörbreytt. Verkið er í eigu Reykjavíkurborgar en í umsjá Orkuveitu Reykjavíkur. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingarfulltrúi OR, segir að dæla í tækjarými hafi bilað og vatn lekið í tölvustýringar og aðrar dælur. Tjónið sé verulegt en hafi ekki verið metið til fjár. Ekki sé gert ráð fyrir viðgerð á verkinu í áætlunum OR.Listakonan RúríEnginn vafi á að borgin eigi að lagfæra verkið „Orkuveitan einbeitir sér nú að grunnþjónustu við íbúa. Það er verið að spara." Knútur Bruun, lögmaður Samtaka íslenskra myndlistarmanna, tekur undir með Rúrí og bendir á að samkvæmt 4. grein höfundarlaga sé óheimilt „að breyta verki höfundar eða birta það með þeim hætti eða í því samhengi, að skert geti höfundarheiður hans eða höfundarsérkenni." „Sú grein á tvímælalaust við í þessu tilfelli því án vatnsgangsins er verkið allt annað," segir hann. Knútur telur engan vafa leika á því að borgaryfirvöldum sé skylt að lagfæra verkið, fyrir því séu dómafordæmi.Skilur að listakonan sé ósátt „Sé verk sett upp á opinberum stað af opinberum aðila ber honum skylda til að sjá um viðhald á verkinu og að sjálfsögðu lagfæra skemmdir eða bilanir." Eiríkur segir skiljanlegt að Rúrí sé ósátt við ástand verksins en á hinn bóginn sé Fyssa ávallt vatnslaus á veturna. Hann kveðst hins vegar ekki hafa heyrt það sjónarmið áður að sparnaður í rekstri OR geti falið í sér brot á höfundarlögum og vísar á Reykjavíkurborg. „Rekstur verksins hefur verið í umræðu milli OR og Reykjavíkurborgar, eiganda verksins. Ef rök listakonunnar fá staðist kann að vakna sú spurning hvort rétt sé að hylja Fyssu meðan hún er vatnslaus. Eigandi verksins hlýtur þá að þurfa að koma að slíkri ákvörðun."
Fréttir Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira