Lars Lagerbäck: Malouda og Ribery réðu úrslitum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. maí 2012 22:15 Mynd / Vilhelm „Stemmningin er frekar dauf myndi ég segja. Það er alltaf erfitt að tapa í lokin líkt og í kvöld," sagði Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari Íslands í samtali við Vísi í kvöld. „Strákarnir sýndu frábært viðhorf í leiknum og ég er mjög stoltur af þeim að því leyti," sagði Lagerbäck sem hafði einfalt svar á höndum er hann var spurður hvort hann hefði trúað sínum eigin augum þegar gengið var til hálfleiks og staðan 2-0 Íslandi í vil. „Já auðvitað. Ég sá þetta með berum augum," sagði Lagerbäck léttur sem var ánægður með sína menn í fyrri hálfleik þótt þeir hefðu, að hans mati, mátt halda boltanum betur innan liðsins. Landsliðsþjálfarinn sagði að skiptingar Frakka í síðari hálfleik, þar sem Florent Malouda og Frank Ribery komu meðal annars inná, hefðu haft mikil áhrif á gang leiksins. „Ribery og Malouda splundruðu vörn okkar hægra megin ítrekað með hraða sínum og samspili. Það gerði okkur erfitt fyrir og þýddi að við lágum í vörn síðustu fimmtán mínúturnar. Það held ég að hafi ráðið úrslitum í leiknum," sagði Lagerbäck sem tók fram að úrslitin væru sanngjörn. „Þeir voru betri en þeir sköpuðu sér ekki mörg opin færi. Við þvinguðum þá til þess að taka skot af löngu færi og flest þeirra komumst við fyrir með frábærum varnarleik."Andstæðingar okkar í undankeppninni ekki jafnsterkir og Frakkar Lagerbäck segir stíganda vera í leik íslenska liðsins og minnir á að íslenska liðið í kvöld hafi verið afar ungt og reynslumikla leikmenn vantað í liðið. „Sjö leikmenn úr U21 liðinu í Danmörku síðasta sumar voru í byrjunarliðinu. Með tímanum eigum við að geta bætt okkur ennfrekar. Andstæðingar okkar í undankeppninni, með fullri virðingu fyrir þeim, eru ekki jafnsterkir og Frakkland," sagði Lagerbäck en Ísland hefur leik í undankeppni HM 2014 í haust. Andstæðingar Íslands í undankeppninni heimsmeistaramótsins 2014 verða Noregur, Slóvenía, Sviss, Albanía og Kýpur en keppni í riðlinum hefst í haust. Íslenska liðið virkaði afar þreytt undir lok leiksins og í sigurmarki Frakka var miðvörðurinn Adil Rami á auðum sjó í teignum. Það var skrýtin sjón því Íslendingarnir höfðu ekki hleypt Frökkum í opin skotfæri í teignum þar til þá. „Hluta má skrifa á þreytu í okkar liði en við megum ekki horfa framhjá hve vel þeir framkvæmdu sóknina. Þeir eru frábært lið með marga leikmenn sem spiluðu í Meistaradeildinni, meðal annars í úrslitaleiknum, svo við megum ekki gleyma hve góðir þeir eru," sagði Lagerbäck.Vildi ekki taka neina áhættu með Kolbein Kolbeinn Sigþórsson, sem átti frábæran leik í fyrri hálfleik hjá Íslandi, var skipt af velli í hálfleik. Töluverð gæði fóru úr leik Íslands með þeirri skiptingu en skammt er síðan Kolbeinn sneri aftur á knattspyrnuvöllinn eftir meiðsli. „Kolbeinn er ekki orðinn klár í 90 mínútur. Ég vil nota hann gegn Svíum. Við ræddum eftir leikinn að kannski hefði verið skynsamlegt að láta hann spila aðeins lengur. Við ákváðum fyrir leikinn að taka ákvörðun í hálfleik miðað við ástandið á honum þá. Hann var þreyttur og ég vildi ekki taka neina áhættu með hann," sagði Lagerbäck sem segir markmið æfingaleiksins gegn Svíþjóð á miðvikudag hið sama og alltaf. „Við erum að bæta okkur með hverjum leik. Ef við lítum á gæði einstaklinga í franska liðinu er um að ræða eitt besta lið í Evrópu. Við getum verið stolt af leikmönnum þrátt fyrir tapið. Við reynum alltaf að vinna og munum reyna það í Svíþjóð," sagði Svíinn. Fótbolti Tengdar fréttir Byrjunarlið Íslands gegn Frökkum | Aron Einar fyrirliði Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska landsliðsins í knattspyrnu, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Frakklandi í æfingaleik í Valenciennes í kvöld. 27. maí 2012 17:42 Umfjöllun: Frakkland - Ísland 3-2 | Svekkjandi tap í Valenciennes Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mátti sætta sig við 3-2 tap gegn Frökkum í æfingaleik í Valenciennes í kvöld. Tapið er sérlega svekkjandi í ljósi þess að íslenska liðið leiddi í hálfleik 2-0. 27. maí 2012 12:49 Sölvi Geir ekki með gegn Frökkum | Reiknað með fullu húsi í kvöld Íslenska landsliðið í knattspyrnu karla verður án miðvarðarins Sölva Geirs Ottesen í æfingaleiknum gegn Frökkum í Valenciennes í kvöld. 27. maí 2012 13:05 Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Með hendur fyrir aftan bak í fimm hundruð metra hæð Sport Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Enski boltinn Fleiri fréttir Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Í beinni: Arsenal - Manchester United | Stórveldi slást um stigin þrjú Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Sjá meira
„Stemmningin er frekar dauf myndi ég segja. Það er alltaf erfitt að tapa í lokin líkt og í kvöld," sagði Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari Íslands í samtali við Vísi í kvöld. „Strákarnir sýndu frábært viðhorf í leiknum og ég er mjög stoltur af þeim að því leyti," sagði Lagerbäck sem hafði einfalt svar á höndum er hann var spurður hvort hann hefði trúað sínum eigin augum þegar gengið var til hálfleiks og staðan 2-0 Íslandi í vil. „Já auðvitað. Ég sá þetta með berum augum," sagði Lagerbäck léttur sem var ánægður með sína menn í fyrri hálfleik þótt þeir hefðu, að hans mati, mátt halda boltanum betur innan liðsins. Landsliðsþjálfarinn sagði að skiptingar Frakka í síðari hálfleik, þar sem Florent Malouda og Frank Ribery komu meðal annars inná, hefðu haft mikil áhrif á gang leiksins. „Ribery og Malouda splundruðu vörn okkar hægra megin ítrekað með hraða sínum og samspili. Það gerði okkur erfitt fyrir og þýddi að við lágum í vörn síðustu fimmtán mínúturnar. Það held ég að hafi ráðið úrslitum í leiknum," sagði Lagerbäck sem tók fram að úrslitin væru sanngjörn. „Þeir voru betri en þeir sköpuðu sér ekki mörg opin færi. Við þvinguðum þá til þess að taka skot af löngu færi og flest þeirra komumst við fyrir með frábærum varnarleik."Andstæðingar okkar í undankeppninni ekki jafnsterkir og Frakkar Lagerbäck segir stíganda vera í leik íslenska liðsins og minnir á að íslenska liðið í kvöld hafi verið afar ungt og reynslumikla leikmenn vantað í liðið. „Sjö leikmenn úr U21 liðinu í Danmörku síðasta sumar voru í byrjunarliðinu. Með tímanum eigum við að geta bætt okkur ennfrekar. Andstæðingar okkar í undankeppninni, með fullri virðingu fyrir þeim, eru ekki jafnsterkir og Frakkland," sagði Lagerbäck en Ísland hefur leik í undankeppni HM 2014 í haust. Andstæðingar Íslands í undankeppninni heimsmeistaramótsins 2014 verða Noregur, Slóvenía, Sviss, Albanía og Kýpur en keppni í riðlinum hefst í haust. Íslenska liðið virkaði afar þreytt undir lok leiksins og í sigurmarki Frakka var miðvörðurinn Adil Rami á auðum sjó í teignum. Það var skrýtin sjón því Íslendingarnir höfðu ekki hleypt Frökkum í opin skotfæri í teignum þar til þá. „Hluta má skrifa á þreytu í okkar liði en við megum ekki horfa framhjá hve vel þeir framkvæmdu sóknina. Þeir eru frábært lið með marga leikmenn sem spiluðu í Meistaradeildinni, meðal annars í úrslitaleiknum, svo við megum ekki gleyma hve góðir þeir eru," sagði Lagerbäck.Vildi ekki taka neina áhættu með Kolbein Kolbeinn Sigþórsson, sem átti frábæran leik í fyrri hálfleik hjá Íslandi, var skipt af velli í hálfleik. Töluverð gæði fóru úr leik Íslands með þeirri skiptingu en skammt er síðan Kolbeinn sneri aftur á knattspyrnuvöllinn eftir meiðsli. „Kolbeinn er ekki orðinn klár í 90 mínútur. Ég vil nota hann gegn Svíum. Við ræddum eftir leikinn að kannski hefði verið skynsamlegt að láta hann spila aðeins lengur. Við ákváðum fyrir leikinn að taka ákvörðun í hálfleik miðað við ástandið á honum þá. Hann var þreyttur og ég vildi ekki taka neina áhættu með hann," sagði Lagerbäck sem segir markmið æfingaleiksins gegn Svíþjóð á miðvikudag hið sama og alltaf. „Við erum að bæta okkur með hverjum leik. Ef við lítum á gæði einstaklinga í franska liðinu er um að ræða eitt besta lið í Evrópu. Við getum verið stolt af leikmönnum þrátt fyrir tapið. Við reynum alltaf að vinna og munum reyna það í Svíþjóð," sagði Svíinn.
Fótbolti Tengdar fréttir Byrjunarlið Íslands gegn Frökkum | Aron Einar fyrirliði Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska landsliðsins í knattspyrnu, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Frakklandi í æfingaleik í Valenciennes í kvöld. 27. maí 2012 17:42 Umfjöllun: Frakkland - Ísland 3-2 | Svekkjandi tap í Valenciennes Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mátti sætta sig við 3-2 tap gegn Frökkum í æfingaleik í Valenciennes í kvöld. Tapið er sérlega svekkjandi í ljósi þess að íslenska liðið leiddi í hálfleik 2-0. 27. maí 2012 12:49 Sölvi Geir ekki með gegn Frökkum | Reiknað með fullu húsi í kvöld Íslenska landsliðið í knattspyrnu karla verður án miðvarðarins Sölva Geirs Ottesen í æfingaleiknum gegn Frökkum í Valenciennes í kvöld. 27. maí 2012 13:05 Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Með hendur fyrir aftan bak í fimm hundruð metra hæð Sport Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Enski boltinn Fleiri fréttir Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Í beinni: Arsenal - Manchester United | Stórveldi slást um stigin þrjú Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Frökkum | Aron Einar fyrirliði Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska landsliðsins í knattspyrnu, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Frakklandi í æfingaleik í Valenciennes í kvöld. 27. maí 2012 17:42
Umfjöllun: Frakkland - Ísland 3-2 | Svekkjandi tap í Valenciennes Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mátti sætta sig við 3-2 tap gegn Frökkum í æfingaleik í Valenciennes í kvöld. Tapið er sérlega svekkjandi í ljósi þess að íslenska liðið leiddi í hálfleik 2-0. 27. maí 2012 12:49
Sölvi Geir ekki með gegn Frökkum | Reiknað með fullu húsi í kvöld Íslenska landsliðið í knattspyrnu karla verður án miðvarðarins Sölva Geirs Ottesen í æfingaleiknum gegn Frökkum í Valenciennes í kvöld. 27. maí 2012 13:05